fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Pressan

Sérfræðingar segja að þetta eigi aldrei að gera rétt fyrir háttatíma

Pressan
Miðvikudaginn 1. janúar 2025 21:30

Þau virðast nú sofa vel.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svefn er mjög mikilvægur þáttur í lífi okkar. Hann gerir líkamanum kleift að starfa betur næsta dag og á þetta sérstaklega við um heilann. Það er því mikilvægt að svefninn sé afslappandi en um leið áhrifaríkur. En það eru ákveðnir vanar sem geta haft þveröfug áhrif.

Well+Good ræddi við þrjá svefnsérfræðinga til að komast að hvað á að forðast skömmu fyrir háttatíma. Þessir, að því er virðist saklausu vanar, geta haft mikil áhrif á svefngæðin og því þarftu að reyna að forðast þá.

Ekki brydda upp á stressandi samtali – Daniel Gartenberg, svefnsérfræðingur, sagði að ekki eigi að brydda upp á stressandi samtali einni til tveimur klukkustundum fyrir háttatímann. Ef það sé gert sé mjög líklegt að umræðuefnið leiti enn á hugann þegar kemur að því að sofna. Þegar tekist er á við flókin eða tilfinningarík samtöl, getur það aukið stress og dregið úr getunni til að sofna.

Forðastu skært ljós – Meredith Broderick, taugalæknir, sagði að um þremur klukkustundum fyrir háttatíma sé gott að deyfa ljósin til að hjálpa líkamanum við framleiðslu melatóníns. Skært ljós getur truflað náttúrulegan dægurrytma líkamans og gert okkur erfiðara fyrir við að sofna.

Ekki sleppa afslöppunarrútínunni – Rebecca Robbins, svefnsérfræðingur, sagði að afslöppunarrútína geti hjálpað til við að hægja á púlsinum og undirbúa líkamann fyrir svefn. Hugleiðsla, léttar teygjuæfingar eða róandi tónlist geta hjálpað ef þú átt erfitt með að sofna sagði hún.

Sérfræðingarnir segja að ekki eigi að borða skömmu fyrir háttatímann því það geti valdið meltingarvanda og bakflæði. Segja þeir að ekki eigi að borða síðustu tvær til þrjár klukkustundirnar fyrir háttatíma.

Svo er það skjánotkunin. Sérfræðingarnir bentu á að ljósið frá skjánum virki eins og koffín. Því á að forðast að nota farsíma, spjaldtölvur og sjónvarp að minnsta kosti í eina klukkustund fyrir háttatíma. Þannig fær heilinn tíma til að slaka á.

Ef þú ferð eftir þessum ráðum, þá geturðu náð rólegri og betri nætursvefni og þar með verður þú ferskari og betur í stakk til að takast á við næsta dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump birtir gervisamtal við Obama

Trump birtir gervisamtal við Obama
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskt par myrti úkraínska flóttamenn til að stela kornabarni

Þýskt par myrti úkraínska flóttamenn til að stela kornabarni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harðlínumaður lýsir yfir stríði gegn Musk – „Ég mun láta svæla hann héðan út fyrir innsetningarathöfnina“ 

Harðlínumaður lýsir yfir stríði gegn Musk – „Ég mun láta svæla hann héðan út fyrir innsetningarathöfnina“ 
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vara fólk við að borða jólatré

Vara fólk við að borða jólatré
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Spámaður“ sem sá morðtilræðið við Trump fyrir með hryllilega spá

„Spámaður“ sem sá morðtilræðið við Trump fyrir með hryllilega spá