fbpx
Föstudagur 17.janúar 2025
Pressan

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Pressan
Miðvikudaginn 1. janúar 2025 20:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem ber ábyrgð á hrottalegri árás í New Orleans í nótt hefur verið nafngreindur í fjölmiðlum. Shamsud Din Jabbar var 42 ára, bandarískur ríkisborgari og fæddur í Texas.

Lögregla skaut Jabbar til bana eftir að hann ók pallbíl á miklum hraða yfir vegfarendur á vinsælli menningargötu, Bourbon Street. Tíu létu lífið og 35 særðust, þar með taldir tveir lögreglumenn. Þegar Jabbar hafði ekið yfir hóp vegfarenda klessti hann bifreiðina, steig vopnaður út úr henni og hóf skothríð gegn lögreglu og öðrum nærstöddum. Lögreglan fann í kjölfarið tvær heimagerðar sprengjur sem talið er að Jabbar hafi útbúið.

Að sögn erlendra miðla hafði Jabbar fest svartan fána aftan á bifreiðina sem nú er rannsakað hvort bendi til tengsla milli Jabbar og íslamska ríkisins (ISIS). Málið er rannsakað sem hryðjuverkaárás.

Tengdarsystir Jabbar ræddi við NBC-fréttastofuna í skjóli nafnleyndar. Hún segir að fjölskyldan öll í Texas sé í áfalli.

„Þetta er galið. Hann er indælasta manneskja sem ég hef kynnst. Ég bara botna ekkert í því hvað gerðist. Hann var góður maður. Hann hugsar um börnin sín og allt.“

Hún segir að fjölskyldumeðlimir séu nú á leið til New Orleans til að liðsinna lögreglunni.

AP News greinir frá því að alríkislögreglan (FBI) óttist að Jabbar eigi sér vitorðsmenn. „Við teljum að Jabbar beri ekki einn ábyrgðina,“ sagði alríkislögreglumaður, sem fer fyrir vettvangsrannsókn í New Orleans, á blaðamannafundi.

Borgarfulltrúinn Helena Moreno sagði við WWL-TV að lögregla hafi upplýst borgarstjórn um málið og þann möguleika að fleiri sakborningar komi við sögu. Því þurfi allar hendur á dekk til að hafa uppi á þessum aðilum.

Lögregluyfirvöld hafa staðfest að Jabbar hafi þjónað í bandaríska hernum.

„Við teljum að hann hafi verið leystur undan herskyldu með virtum, en við erum að vinna okkur í gegnum þetta ferli og ná utan um allar upplýsingar,“ sagði Alathe Duncan alríkislögreglumaður á blaðamannafundi.

Samkvæmt opinberum skráningum virðist Jabbar hafa starfað við ráðgjöf og fasteignaviðskipti. Meðal annars hefur hann starfað hjá Deloitte, en það kemur fram í opinberum dómsgögnum. Hann stóð í skilnaðarferli árið 2022 og greindi þar frá því að hann væri að þéna um 17 milljónir á ári en var þó að glíma við erfiðleika sem gerðu að verkum að hann var í vanskilum með húsnæðislán og átti á hættu að eign hans yrði seld á uppboði.

Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, hefur verið gagnrýndur fyrir að hlaupa að ályktunum í málinu en hann birti færslu þar sem hann kenndi ólöglegum innflytjendum um árásina. Hann skrifaði á samfélagsmiðil sinn Truth Social í dag:

„Þegar ég sagði að glæpamennirnir sem eru að koma hingað séu mun verri en glæpamennirnir sem við höfum hér í landinu okkar reyndu demókratar og falsfréttamiðlar stöðugt að hrekja fullyrðinguna, en hún reyndist sönn. Glæpatíðnin í landinu okkar er í hæstu hæðum. Hugur okkar er með saklausum fórnarlömbum og ástvinum þeirra, þar með talið hugrökku lögreglumönnum New Orleans. Ríkisstjórn Trump mun styðja New Orleans að fullu á meðan borgin rannsakar og jafnar sig eftir þetta fólskuverk.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump birtir gervisamtal við Obama

Trump birtir gervisamtal við Obama
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskt par myrti úkraínska flóttamenn til að stela kornabarni

Þýskt par myrti úkraínska flóttamenn til að stela kornabarni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harðlínumaður lýsir yfir stríði gegn Musk – „Ég mun láta svæla hann héðan út fyrir innsetningarathöfnina“ 

Harðlínumaður lýsir yfir stríði gegn Musk – „Ég mun láta svæla hann héðan út fyrir innsetningarathöfnina“ 
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vara fólk við að borða jólatré

Vara fólk við að borða jólatré
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Spámaður“ sem sá morðtilræðið við Trump fyrir með hryllilega spá

„Spámaður“ sem sá morðtilræðið við Trump fyrir með hryllilega spá