fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Pressan

Vegfarendur fundu nýfætt barn í pappakassa

Pressan
Þriðjudaginn 30. september 2025 06:00

Stúlkan er við ágæta heilsu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregluyfirvöld á Filippseyjum leita nú logandi ljósi að konu sem fæddi stúlkubarn fyrir skömmu.

Stúlkan fannst ein og yfirgefin í pappakassa í vegkanti í borginni Tuguegarao þann 24. september síðastliðinn. Segja má að stúlkan sé stálheppin að vera á lífi.

Það var vegfarandi, amma á besta aldri, sem gekk fram á stúlkubarnið snemma að morgni miðvikudagsins í síðustu viku. Hún hafði samband við lögreglu og var barnið flutt til skoðunar á spítala þar sem í ljós kom að það var við góða heilsu.

Talið er að stúlkan hafi verið innan við eins dags gömul þegar hún fannst. Hún dvaldi á sjúkrahúsi í nokkra daga en er nú komin í hendur félagsmálayfirvalda á meðan lögregla rannsakar málið og reynir að komast að því hver móðirin er.

Jose Nartatez Jr., lögreglustjóri á svæðinu, segir í samtali við AP að tilviljun hafi í raun ráðið því að stúlkan fannst. Ef ekki hefði verið fyrir skjót viðbrögð vegfarandans væri stúlkan mögulega ekki á lífi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það
Pressan
Í gær

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi fulltrúi CIA: Kínverjar og Rússar senda „kynlífsnjósnara“ til Bandaríkjanna

Fyrrverandi fulltrúi CIA: Kínverjar og Rússar senda „kynlífsnjósnara“ til Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir stúlkunnar fannst látinn – Skilaði sér ekki til afplánunar

Faðir stúlkunnar fannst látinn – Skilaði sér ekki til afplánunar