fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Pressan

Þetta vitum við um manninn sem framdi voðaverkið í Michigan í gær

Pressan
Mánudaginn 29. september 2025 07:30

Thomas yngri með eiginkonu sinni og barni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem sakaður er um að hafa ekið bifreið sinni á mormónakirkju í Grand Blanc í Michigan í Bandaríkjunum í gær, lagt eld að kirkjunni og skotið á kirkjugesti hét Thomas Jacob Sanford og var 40 ára gamall.

Thomas, sem yfirleitt var kallaður Jake, var skotinn til bana á bílastæði við kirkjuna.

Yfirvöld hafa staðfest að fjórir hafi látist í árásinni en óttast er að fórnarlömbin séu fleiri þar sem enn er verið að leita að líkamsleifum fólks í rústum kirkjunnar. Í frétt CNN kemur fram að allt að sjö sé enn saknað.

Jake var fyrrverandi hermaður og segir fjölskylduvinur við CNN að hann hafi glímt við áfallastreituröskun. „Það er erfitt að finna til með einhverjum sem gerði eitthvað svona hræðilegt en mér finnst þetta samt leiðinlegt. Ég hef heyrt í gegnum fjölskylduna að hann hafi glímt við áfallastreituröskun (PTSD),“ segir viðkomandi.

Í frétt Mail Online segir að Jake og eiginkona hans hafi verið „íhaldssöm og kristin fjölskylda“ með langveikan son sem fæddist með sjaldgæfan erfðasjúkdóm. Lögregla hefur ekki gefið upp hvað Jake gekk til með árásinni.

Í frétt CNN er haft eftir talsmanni U.S Marine Corps (bandaríska landgönguliðsins) að Sanford hefði starfað sem liðþjálfi og fengið nokkrar orður fyrir þjónustu sína á árunum 2004 til 2008. Sjá má á myndum af Jake á samfélagsmiðlum að hann var stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Á einni myndinni má til dæmis sjá hann í bol með mynd af Trump og áletrunina Make Liberals Cry Again, eða Látum frjálslynda gráta aftur.

Veikindi sonarins virðast hafa haft töluverð áhrif á fjölskylduna og var til dæmis blásið til söfnunar fyrir hana árið 2015 á vefnum GoFundMe.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“