fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Pressan

Slæmar fréttir fyrir Trump og baráttu hans fyrir friðarverðlaunum Nóbels – „Við kunnum ekki að meta það“

Pressan
Fimmtudaginn 25. september 2025 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseta dreymir um friðarverðlaun Nóbels. Þetta er ekkert leyndarmál en forsetinn hefur ekki farið leynt með það að telja sig hafa tilkall til verðlaunanna.

Einn meðlimur norsku nóbelsnefndarinnar segir þó að Trump sé að gera sjálfum sér óleik með því að girnast verðlaunin með svona opinberum og hrópandi hætti.

„Sumir kandídatar beita miklum þrýstingi og við kunnum ekki að meta það,“ segir nóbelsnefndarmaðurinn Asle Toje í samtali við Reuters.

„Við erum von að vinna í læstu herbergi án þess að verða fyrir utanaðkomandi áhrifum. Það er nógu erfitt fyrir okkur að sammælast innbyrðis um þetta án þess að fólk sé að reyna að hafa áhrif á okkur.“

„Ég hef bundið endi á sjö stríð, tekist á við leiðtoga hverrar og einnar þessara þjóða og aldrei hef ég fengið símtal frá Sameinuðu þjóðunum þar sem mér er boðin hjálp,“ sagði Trump á fundi Sameinuðu þjóðanna á þriðjudaginn.

„Það er tvennt sem ég hef fengið frá Sameinuðu þjóðunum, bilaður rúllustigi og biluð textavél.“

Nóbelssagnfræðingurinn Asle Sveen segir eins við Reuters að Trump geti gleymt friðarverðlaununum. Hann komi ekki til greina þar sem hann hafi stutt Ísrael í átökunum á Gasaströndinni og eins hafi Trump reynt að friðþægja Vladimir Pútín Rússlandsforseta í tengslum við innrásina í Úkraínu.

Nina Graeger, framkvæmdastjóri friðarrannsóknarstofnunar Osló, bætir við að Trump hafi dregið Bandaríkin úr Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) og úr Parísar-samkomulaginu um loftlagsbreytingar. Eins hafi forsetinn háð tollastríð gagnvart fyrrum bandamönnum Bandaríkjanna. Hún tekur þó fram að Trump kæmi til greina ef honum tækist raunverulega að stilla til friðar milli Ísrael og Palestínu annars vegar og svo milli Rússlands og Úkraínu hins vegar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein
Pressan
Fyrir 3 dögum

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dick Cheney er látinn

Dick Cheney er látinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið
Pressan
Fyrir 5 dögum

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat