fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Pressan

Óhugnanlegt myndband sýnir þegar hótelgestir áttu fótum sínum fjör að launa

Pressan
Miðvikudaginn 24. september 2025 11:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fellibylurinn Ragasa hefur valdið töluverðu tjóni í Hong Kong, meginlandi Kína og Taívan.

Í Guangdong-héraði í Kína hefur tveimur milljónum íbúum verið gert að yfirgefa heimili sín og þá hafa sautján fundist látnir í Taívan af völdum fellibylsins. Þar er einnig yfir hundrað manns saknað.

Meðfylgjandi myndband var tekið í anddyri Fullerton Ocean Park-hótelsins í Hong Kong og sýnir þegar flóðbylgja skall á hótelinu og braut sér meðal annars leið í gegnum rúður og glerhurðir.

Áttu gestir og starfsfólk á hótelinu fótum sínum fjör að launa eins og myndbandið sýnir.

Fellibylurinn, sem fengið hefur viðurnefnið „Konungur stormanna“, er einn sá öflugasti í heiminum á árinu og er gert ráð fyrir að miðja hans nái meginlandi Kína í dag.

Yfirvöld í tugum kínverskra borga hafa í dag lokað skólum og fyrirtækjum vegna yfirvofandi óveðurs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull
Pressan
Fyrir 3 dögum

Birta hrollvekjandi myndband af flugslysinu í Kentucky

Birta hrollvekjandi myndband af flugslysinu í Kentucky
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug