fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Pressan

Dómur kveðinn upp í óhugnanlega ferðatöskumálinu sem skók Nýja-Sjáland

Pressan
Miðvikudaginn 24. september 2025 07:30

Mynd úr safni. Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kviðdómur á Nýja-Sjálandi hefur sakfellt konu að nafni Hakyung Lee fyrir að verða tveimur börnum sínum, 6 og 8 ára að bana, í júní 2018.

Málið vakti mikla athygli þegar það kom upp en líkamsleifar barnanna fundust í ferðatösku sem seld var á uppboði í Auckland sumarið 2022.

DV fjallaði meðal annars um málið á sínum tíma og kom fram í fréttum að fjölskylda ein í borginni hefði keypt fulla kerru af hlutum á uppboði í geymsluhúsnæði og hafði ekki hugmynd um hvað var í töskunum. Það uppgötvaðist ekki fyrr en heim var komið.

Sjá einnig: Dularfulla ferðatöskumálið vindur upp á sig – Tvö barnslík fundust

Á uppboðinu voru seldir munir úr geymslum sem leiga hafði ekki verið greidd fyrir í einhvern tíma.

Hakyung Lee flúði til Suður-Kóreu eftir morðin en var handtekin eftir að líkamsleifarnar fundust og framseld til Nýja-Sjálands. Verjendur hennar reyndu að færa rök fyrir því að hún væri ósakhæf sökum geðveilu, en kviðdómur taldi að Hakyung hefði verið ábyrg gjörða sinna á verknaðarstund. Tók það kviðdóm aðeins nokkrar klukkustundir að komast að þessari niðurstöðu.

Endanlegur fangelsisdómur verður kveðinn upp á næstunni en einstaklingur sem sakfelldur er fyrir morð á Nýja-Sjálandi fær undantekningarlaust lífstíðardóm.

Hakyung, sem er nýsjálenskur ríkisborgari, er talin hafa flúið til Suður-Kóreu skömmu eftir morðin þar sem hún tók upp nýtt nafn. Verjendur hennar sögðu hana hafa glímt við þunglyndi og önnur geðræn veikindi sem hefðu ágerst eftir dauða eiginmanns hennar.

Saksóknarar héldu því aftur á móti fram að Hakyung hafi viljað byrja nýtt líf án barnanna sinna. Ekki hafi verið um neitt annað en sjálfselsku að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein
Pressan
Fyrir 3 dögum

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dick Cheney er látinn

Dick Cheney er látinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið
Pressan
Fyrir 5 dögum

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat