fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Pressan

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi

Pressan
Mánudaginn 15. september 2025 20:30

Sue Thorpe huldi sig rækilega þegar hún kom fyrir dóminn. Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sue Thorpe, 46 ára gömul, fyrrverandi rannsóknarlögreglukona, hefur verið dæmd í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi og úrskurðuð í tíu ára nálgunarbann. Thorpe var dæmd fyrir ofsóknir og ærumeiðingar gagnvart fyrrverandi unnusta sínum og fyrir að misnota gagnagrunna lögreglunnar við að eltihrella.

Dómurinn var kveðinn upp við dómstól í Newcastle á Englandi.

Metro greindi frá. Saksóknari í málinu, Matthew Hopkins, sagði fyrir dómi að ákærða hefði á tímabilinu milli júní 2020 og september 2021 sent manninum óvelkomin hljóðskilaboð, textaskilaboð og tölvupósta. Hafi margt af þessum skilaboðum verið ógnandi:

„Hún sakaði hann einnig um að hafa haldið framhjá sér, beitt hana ofbeldi á meðan þau voru í sambandi, og það sem er kannski alvarlegast, að vera barnaníðingur sem horfi á myndir af barnaníði á netinu.“ Segir saksóknarinn að Sue Thorpe hafi farið með þessar ásakanir til vina og fjölskyldu mannsins, sem og núverandi unnustu hans.

Saksóknari greindi einnig frá því að ákærða hefði vísvitandi skaðað fyrirtæki mannsins, sem býður upp á brimbrettaferðir, með upplognum sökum á hann. Hafi þetta dregið mikið úr pöntunum hjá fyrirtækinu.

Dómari í málinu sagði að misnotkun Sue Thorpe á tölvugagnagrunnum lögreglunnar hefði verið hluti af framferði hennar sem eltihrellir. Dómarinn, Amanda Rippon, sagðist jafnframt vera fullviss um að brotaþolinn væri ekki barnaníðingur og að hann hafi ekki beitt Thorpe ofbeldi. Framburður hans fyrir dómi hafi verið trúverðugur og heiðarlegur.

Fram kom í dómnum að Thorpe hefði byrjað að eltihrella manninn á meðan þau voru enn saman. Dómarinn sagði orðrétt við hana fyrir dómi: „Þú barst fram ömurlegar ásakanir um að hann væri barnaníðingur, ofbeldismaður gegn konum og fíkniefnaneytandi. Þessar ásakanir voru rangar, ég er algjörlega viss um að hann gerði ekkert af því sem þú sakaðir hann um.“

Dómarinn sagði jafnframt að Thorpe hefði reynt að eyðileggja starfsemi og lifibrauð unnustans fyrrverandi og hann hafi hlotið skaða af því. Ofsóknirnar hafi einnig haft slæm áhrif á geðheilsu hans og sonar hans.

Sjá nánar hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull
Pressan
Fyrir 3 dögum

Birta hrollvekjandi myndband af flugslysinu í Kentucky

Birta hrollvekjandi myndband af flugslysinu í Kentucky
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug