fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Pressan

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað

Pressan
Föstudaginn 12. september 2025 06:30

Mynd: Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Facebook-hóp þar sem 32.000 karlar birtu klámfengnar myndir af mökum sínum hefur loksins verið lokað. Hópurinn, Mia Moglie – sem þýðir Konan mín – var stofnaður á Ítalíu árið 2019.

Talið er að hundruð þúsunda mynda hafi ratað inn í hópinn og deildu meðlimir myndir af mökum sínum og ókunnugum konum. Hópnum var lokað þann 20. ágúst síðastliðinn eftir að 2.000 kærur bárust lögreglu og Meta.

Myndir af konunum höfðu ratað í hópinn og í mörgum tilfellum höfðu þær ekki hugmynd um að myndir hefðu verið teknar af þeim. Voru dæmi um að konurnar væru í sólbaði, í mátunarklefum eða í kynlífsathöfnum.

Meðlimir skiptust einnig á upplýsingum um aldur, hæð og þyngd kvennanna og skrifuðu miður geðslegar athugasemdir við myndirnar.

Það var rithöfundurinn Caroline Capria sem fór fyrir hópnum sem barðist fyrir því að hópnum yrði lokað.

Barbara Strappato, aðstoðaryfirlögregluþjónn í lögreglunni í Róm, sagði við fjölmiðla að hún hefði „aldrei séð jafn truflandi orðalag í hópi á samfélagsmiðlum áður“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þingkona missti stjórn á sér á flugvelli og urðaði yfir starfsmenn

Þingkona missti stjórn á sér á flugvelli og urðaði yfir starfsmenn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snýr óvænt aftur eftir 8 ára fjarveru

Snýr óvænt aftur eftir 8 ára fjarveru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann
Pressan
Fyrir 5 dögum

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden