fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Pressan

Kastaði 7 ára syni sínum fram af kletti til að kenna honum mikilvæga lífsreglu

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 20. júlí 2025 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Garrett Gee sem þekktur er sem stofnandi The Bucket List Family kom meira en þremur milljónum fylgjenda sinna á óvart í myndbandi þar sem hann kastar yngsta syni sínum, Calihan, sjö ára, fram af kletti í Lake Powell.

Atvikið var tilraun til að hjálpa Calihan að sigrast á ótta sínum.

„Flestir munu ekki elska hvernig við kennum krökkunum okkar að stökkva af kletti,“ skrifar Gee við myndbandið, sem hefur fengið yfir 3,5 milljónir áhorfa síðan það var birt sunnudaginn 13. júlí.

Myndbandið sýnir feðgana standa á klettum við í Lake Powell og virðist sem faðirinn sé að hvetja soninn til að stökkva í vatnið fyrir neðan. Að lokum tekur hann soninn upp og hendir honum fram af klettinum í vatnið, og stekkur síðan sjálfur á eftir.

Calihan öskrar á leiðinni niður en birtist brosandi úr kafi við fagnaðarlæti annarra fjölskyldumeðlima.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Garrett Gee (@garrettgee)

Þriggja barna faðirinn segir í löngum myndatexta, þar sem hann útskýrir ákvörðun sína um að kasta syninum fram af klettinum, að færslan hans væri „EKKI foreldraráð“ né „eitthvað sem [hann ráðleggur] þér að prófa.“ Hann tók einnig fram að þessi aðferð væri ekki aðferð sem foreldrarnir hefðu notað við hin tvö börnin sín.

„Börn eru mjög ólík svo aðferðin sem notaum við uppeldi, aga og kennslu, og kennum hvernig á að hoppa fram af klettum er mjög ólík. Öryggi er auðvitað fyrsta forgangsatriðið. Í öðru lagi að læra að þú getur gert erfiða hluti. Í þriðja lagi að hafa gaman. Við fórum með yngsta Cali okkar upp á klettahæð þar sem við vissum að hann væri öruggur. Mesta hættan væri ef hann hikaði, hoppaði ekki langt út og félli niður klettahlíðina. Að lokum þarf unginn að yfirgefa hreiðrið… eða vera kastað út úr því, og læra að hann getur flogið!“

Faðirinn bætti við viðvörunarorðum til hinna fullorðna og sagði að eftir því sem börnin eldast færu þau að hoppa úr hæð, sem þeir fullorðnu þyrfðu ekki í.

Margir tjáðu sig við myndbandið sem faðirinn svaraði frekar. Ein snerist um hvort sonurinn hefði vitað að faðirinn ætlaði að kasta honum fram af. „Já. Hann hafði val um að klifra niður, hoppa sjálfur eða láta mig kasta honum. Hann valdi að vera kastað. En það var samt ógnvekjandi fyrir hann. Ógnvekjandi fyrir mig líka því ég þurfti að passa að hann héngi ekki utan í mér og lenti á klettunum, og einnig að passa upp á að hann lenti í vatningu með fæturna á undan. Nokkuð erfitt en mér finnst þetta vera hluti af starfslýsingu pabba.“

„Öskrin segja allt sem segja þarf. Hann er ekki tilbúinn. Ég hata þetta fyrir hans hönd,“ skrifaði einn netverji.

Að hoppa fram af klettaveggjum er bara nýjasta öfgakennda athöfnin sem Gees-fjölskyldan hefur kynnt börnum sínum og deilt á samfélagsmiðlum sínum síðan þau stofnuðu The Bucket List Family fyrir næstum tíu árum í ágúst 2015. Aðrar athafnir sem nefna má eru til dæmis brimbrettabrun með hákörlum og samskipti við kolkrabba.

Fjölskyldan komst fyrst í fréttirnar árið 2015 eftir að Snapchat keypti farsímaforrit Garrett fyrir 54 milljónir dala og hann og eiginkona hans, Jessica, ákváðu að selja allar veraldlegur eigur sem þau áttu í Utah til að ferðast um heiminn. Þau stofnuðu Instagram og YouTube rás og hafa safnað milljónum fylgjenda til þessa. Hjónin og þrjú börn þeirra, Dorothy Seven, Manilla og Calihan „Cali“ Gee, hafa heimsótt 65 lönd á þremur árum. Þau settust síðan að á Hawaii í júlí 2018. Þau halda áfram að skrá ævintýri sín á samfélagsmiðlum, auk þess að leggja sitt af mörkum til National Geographic með skrifum og ljósmyndun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Ferguson fer til Roma
Pressan
Fyrir 1 viku

„Ósýnileg“ bílastæðagjöld úrskurðuð ólögleg

„Ósýnileg“ bílastæðagjöld úrskurðuð ólögleg
Pressan
Fyrir 1 viku

Sakamál: Skelfileg aðkoma lögreglu eftir að nágrannar lýstu yfir áhyggjum af 69 ára konu

Sakamál: Skelfileg aðkoma lögreglu eftir að nágrannar lýstu yfir áhyggjum af 69 ára konu
Pressan
Fyrir 1 viku

Með þessu algenga kryddi getur þú haldið mýflugum fjarri alla nóttina

Með þessu algenga kryddi getur þú haldið mýflugum fjarri alla nóttina
Pressan
Fyrir 1 viku

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar