fbpx
Laugardagur 21.júní 2025
Pressan

Neituðu að horfa á upptökur af voðaverkum Hamas – Greta Thunberg í flugvél á leið frá Ísrael

Pressan
Þriðjudaginn 10. júní 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænski aðgerðasinninn Greta Thunberg er nú á leið frá Ísrael til Svíþjóðar en hún féllst á að yfirgefa landið sjálfviljug í stað þess að vera dregin fyrir dómstóla. Hún var í hópi aðgerðasinna á skútunni Madleen sem hugðist flytja hjálpargögn til Gasa.

Skútan var stöðvuð um helgina og voru allir tólf meðlimir áhafnarinnar handteknir. Ísraelska utanríkisráðuneytið greindi frá því í nótt að átta af tólf hafi neitað að skrifa undir pappíra vegna brottvísunar og verður mál þeirra því tekið fyrir hjá ísraelskum dómstólum. Greta Thunberg var ekki í þeim hópi og sendi hún frá sér yfirlýsingu í kjölfarið.

„Ég geri meira gagn utan Ísraels en ef ég væri neydd til að dvelja hér í nokkrar vikur,“ sagði hún í gegnum talsmann sinn, Moatasem Zeden.

Vildi neyða hópinn til að sjá voðaverkin

Ísraelska utanríkisráðuneytið birti mynd af Gretu þar sem hún sést um borð í flugvél skömmu áður en hún lagði af stað frá Ben Gurion-flugvellinum í Tel Aviv. Mun hún fljúga til Frakklands ásamt hluta aðgerðasinna og þaðan heim til Svíþjóðar.

Eftir að skútan var stöðvuð sagði Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, að áhöfnin á Madleen yrði neydd til þess að horfa á myndband af voðaverkum Hamas þann 7. október síðastliðinn. Samkvæmt Daily Mail var um að ræða 43 mínútur af óritskoðuðu efni þar sem sjá mátti hroðaleg morð og limlestingar.

Katz sagði í gærkvöldi að hópurinn hefði neitað að horfa á myndefnið. „Þegar þau sáu um hvað myndin var neituðu þau að halda áfram að horfa,“ sagði Katz og bætti við að hópurinn neiti að horfast í augu við voðaverk Hamas-liða. „Þau velja morðingjana fram yfir þá myrtu,“ sagði hann.

Stöðvuð á alþjóðlegu svæði

Katz og aðrir embættismenn í Ísrael hafa verið gagnrýndir fyrir að kalla hópinn „andgyðinglegan“ (e. anti semetic) fyrir að vilja það eitt að íbúar á Gasa fái nauðsynleg hjálpargögn. David Mencer, talsmaður ísraelsku ríkisstjórnarinnar, sagði hins vegar að markmið hópsins hafi verið að búa til fjölmiðlafár en ekki koma með hjálpargögn.

„Þetta var ekki mannréttindaaðstoð. Þetta var Instagram-aktívismi. Hver er í raun að fæða Gasa og hver er í raun að fæða eigið egó? Greta var ekki að koma með neyðaraðstoð, hún var að koma með sjálfa sig,“ sagði hann.

Aðgerðasinnarnir á skútunni lögðu af stað í ferðina til að mótmæla hernaðaraðgerðum Ísraels á hinu stríðshrjáða svæði, aðgerðum sem hópurinn telur jafngilda þjóðarmorði, og takmörkunum á afhendingu hjálpargagna. Sagði hópurinn á skútunni FFC (Freedom Flotilla Coalition) að þeim hefði verið rænt af ísraelskum hersveitum og skútan hefði verið stöðvuð með ólögmætum hætti.

Um borð hafi verið hjálpargögn sem hefðu komið fólki á Gasa vel, til dæmis þurrmjólk fyrir ungbörn, matur og lyf en allt þetta hafi verið gert upptækt. Þá kom fram í gagnrýni hópsins að skútan hafi verið á alþjóðlegu hafsvæði þegar hún var stöðvuð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hóta að ráða valdamesta mann Írans af dögum – „Slíkur maður má ekki lengur fá að lifa“

Hóta að ráða valdamesta mann Írans af dögum – „Slíkur maður má ekki lengur fá að lifa“
Pressan
Í gær

Hvað varð um þá? Afmáðir af nýlegri mynd með Kim Jong-Un

Hvað varð um þá? Afmáðir af nýlegri mynd með Kim Jong-Un
Pressan
Í gær

„Málinu var aldrei lokað“ – 35 árum síðar skilaði rannsóknin árangri

„Málinu var aldrei lokað“ – 35 árum síðar skilaði rannsóknin árangri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stærsti getnaðarlimur heims – Stærðin eyðilagði fyrsta skiptið

Stærsti getnaðarlimur heims – Stærðin eyðilagði fyrsta skiptið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þrír unglingspiltar ákærðir – Lokkuðu samkynhneigða í gildru – Skutu eitt fórnarlambið í höfuðið

Þrír unglingspiltar ákærðir – Lokkuðu samkynhneigða í gildru – Skutu eitt fórnarlambið í höfuðið
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Mjög sársaukafullt“ einkenni getur fylgt nýju kórónuveiruafbrigði

„Mjög sársaukafullt“ einkenni getur fylgt nýju kórónuveiruafbrigði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nóttin sem tónlistin dó

Nóttin sem tónlistin dó
Pressan
Fyrir 3 dögum

Víðar nærbuxur – Betra sæði

Víðar nærbuxur – Betra sæði