fbpx
Laugardagur 21.júní 2025
Pressan

Sérfræðingar segja mikilvægt að borða kvöldmatinn á rétta tímapunktinum til að lengja lífið

Pressan
Mánudaginn 9. júní 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvöldmaturinn er miðpunktur, eða kannski hápunktur, dagsins hjá mörgum. Fjölskylda og vinir safnast þá saman við matarborðið, verkefnum dagsins lýkur og máltíðin markar upphaf rólegs kvölds.

En kemur það þér á óvart að sérfræðingar segja að það skipti máli fyrir heilsu okkar og svefn hvenær við borðum kvöldmatinn?

Sérfræðingarnir ráðleggja fólki að borða snemma og ljúka máltíðinni að minnsta kosti þremur klukkustundum fyrir háttatíma.

Valter Longo, forstjóri Longevity Institute við University of Southern Californa, segir að ef kvöldmaturinn er borðaður seint, þá geti það truflað dægurrytma líkamans og þar með haft áhrif á svefninn og hitaeiningabrennsluna. GQ Magazine skýrir frá þessu.

Þegar þú borðar seint að deginum, sendir þú líkamanum skilaboð um að vera virkur áfram. Þetta getur gert þér erfiðara fyrir við að sofna og dregur úr getu líkamans til að brenna hitaeiningum á áhrifaríkan hátt.

Föstutíminn á milli hádegisverðarins og kvöldverðarins gegnir lykilhlutverki í fitubrennslu. Adam Collins, lektor í næringarfræði við University of Surrey, ráðleggur fólki að láta 12 klukkustundir líða á milli fyrstu og síðustu máltíðar dagsins.

Hann segir að líkaminn ráði betur við mat snemma dags en það styrkir kenninguna um að það sé gott að borða stóran morgunmat og léttan hádegisverð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hóta að ráða valdamesta mann Írans af dögum – „Slíkur maður má ekki lengur fá að lifa“

Hóta að ráða valdamesta mann Írans af dögum – „Slíkur maður má ekki lengur fá að lifa“
Pressan
Í gær

Hvað varð um þá? Afmáðir af nýlegri mynd með Kim Jong-Un

Hvað varð um þá? Afmáðir af nýlegri mynd með Kim Jong-Un
Pressan
Í gær

„Málinu var aldrei lokað“ – 35 árum síðar skilaði rannsóknin árangri

„Málinu var aldrei lokað“ – 35 árum síðar skilaði rannsóknin árangri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stærsti getnaðarlimur heims – Stærðin eyðilagði fyrsta skiptið

Stærsti getnaðarlimur heims – Stærðin eyðilagði fyrsta skiptið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þrír unglingspiltar ákærðir – Lokkuðu samkynhneigða í gildru – Skutu eitt fórnarlambið í höfuðið

Þrír unglingspiltar ákærðir – Lokkuðu samkynhneigða í gildru – Skutu eitt fórnarlambið í höfuðið
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Mjög sársaukafullt“ einkenni getur fylgt nýju kórónuveiruafbrigði

„Mjög sársaukafullt“ einkenni getur fylgt nýju kórónuveiruafbrigði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nóttin sem tónlistin dó

Nóttin sem tónlistin dó
Pressan
Fyrir 3 dögum

Víðar nærbuxur – Betra sæði

Víðar nærbuxur – Betra sæði