fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Pressan

Vísindamenn vara við – Getur valdið ótímabærum dauða

Pressan
Laugardaginn 17. maí 2025 21:30

Skyndibitafæði telst margt til ofurunninna matvæla.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðvörunarljósin hafa blikkað hvað eftir annað og ný rannsókn, sem var nýlega birt í vísindaritinu American Journal of Preventive Medicine, eykur styrk aðvörunarljósanna enn frekar.

Í henni kemur fram að árlega látist mörg þúsund manns af völdum mikillar neyslu á ofurunnum matvælum. The Guardian skýrir frá þessu.

Ofurunnar matvörur eru að hluta til iðnaðarframleiðsla og þær innihalda margskonar efni sem er ekki að finna í ísskápum á heimilum fólks. Skyndibitafæði er til dæmis í flokki ofurunninna matvæla.

Eduardo Nilson, aðalhöfundur nýju rannsóknarinnar, segir að þegar gögn frá Bandaríkjunum og Bretlandi séu skoðuð, sjáist að 14% af öllum ótímabærum dauðsföllum megi skrifa á ofurunnin matvæli.

„Ofurunnin matvæli hafa meiri áhrif á heilsuna en bara á fitu-, sykur- og saltmagnið. Iðnaðarvinnsla og viðbætt gerviefni, eins og litarefni, ýruefni og sætuefni, virðast í sameiningu hafa neikvæð áhrif á heilsuna,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna skaltu alltaf sofa í sokkum

Þess vegna skaltu alltaf sofa í sokkum