fbpx
Föstudagur 13.júní 2025
Pressan

Telja að hryðjuverk hafi verið yfirvofandi innan fárra klukkustunda

Pressan
Mánudaginn 5. maí 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska lögreglan og leyniþjónustan MI5 eru sögð hafa komið í veg fyrir hryðjuverk sem fremja átti í Bretlandi um helgina. Um er að ræða íranska hryðjuverkamenn og eru þeir sagðir hafa verið „nokkrum klukkustundum“ frá því að takast ætlunarverk sitt.

Ekki liggur fyrir hvert skotmarkið var eða hvers konar árásir átti að gera en lögregla handtók fjóra menn á laugardag eftir samræmdar aðgerðir í London, Rochdale, Swindon, Manchester og Stockport.

Yvette Cooper, innanríkisráðherra Bretlands, sagði í gærkvöldi að handtökurnar á laugardag væru með stærstu aðgerðum síðustu ára. Sagði hún málið endurspegla flókið eðli þeirra öryggisógna sem Bretland stendur frammi fyrir.

Í annarri aðgerð bresku lögreglunnar um helgina voru þrír menn handteknir grunaðir um njósnir fyrir Íran á breskri grund.

Í umfjöllun Daily Mail er bent á að handtökurnar hafi átt sér stað nokkrum dögum fyrir minningarathafnir í London vegna Sigurdagsins í Evrópu, en hann er haldinn hátíðlegur hvert ár í mörgum ríkjum Evrópu til að minnast sigurs bandamanna á Þjóðverjum í seinni heimsstyrjöldinni. Heimildir Daily Mail herma þó að minningarathafnirnar hafi ekki verið skotmarkið.

Í frétt breska blaðsins Telegraph kemur fram að yfirvofandi árás hafi átt að eiga sér stað innan nokkurra klukkustunda.

Bresk yfirvöld hafa varað við hugsanlegum árásum og hryðjuverkum og sagði til að mynda Sir Ken McCallum, yfirmaður MI5, í október síðastliðnum að Íran væri að skipuleggja árásir á „á fordæmalausum hraða“ í ljósi ástandsins í Miðausturlöndum.

Sagði hann að Íran nýtti sér glæpamenn, allt frá alþjóðlegum eiturlyfjagengjum til smáglæpamanna til að vinna „skítverk“ sín í Bretlandi. Að því tilefni sagði McCallum:

„Ef þú þiggur fé frá Íran, Rússlandi eða öðru ríki til að fremja glæpi í Bretlandi þá mun þjóðaröryggiskerfið okkar leggjast á þig af fullum þunga. Það verður ákvörðun sem þú sérð eftir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Greta Thunberg hvergi bangin – „Okkur var rænt“

Greta Thunberg hvergi bangin – „Okkur var rænt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pabbi Elon Musk opnar sig um deilur sonarins við Donald Trump

Pabbi Elon Musk opnar sig um deilur sonarins við Donald Trump