fbpx
Laugardagur 14.júní 2025
Pressan

Fundu lík vörubílstjórans þremur mánuðum eftir að hann endaði í holu

Pressan
Mánudaginn 5. maí 2025 06:30

Bíll mannsins endaði ofan í þessari holu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þremur mánuðum eftir að 74 ára vörubílstjóri endaði ofan í stórri holu, sem myndaðist skyndilega í götu nærri Tókýó í Japan, tókst leitarmönnum að finna lík hans og ná því upp.

Maðurinn ók þriggja tonna vörubíl þegar hola myndaðist skyndilega í götunni, sem hann ók eftir í Yashio. Bíllinn endaði ofan í holunni.

Björgunaraðgerðir hófust nær samstundis en aðeins tókst að ná palli vörubílsins upp. Ökumaðurinn sat fastur í stýrishúsinu. Síðan er talið að hann hafi sogast út úr því og enn dýpra niður.

Eftir mikinn undirbúning, til að tryggja öryggi leitarmanna, tókst þeim loks að finna líkið á föstudaginn og koma því upp á yfirborðið. Meðal þess sem þurfti að gera áður var að gera örugga leið neðanjarðar.

Sérfræðingar segja að holan hafi myndast vegna tæringar í holræsalögnum. Holrúm hafi myndast undir þeim og síðan hafi jarðvegurinn hrunið undan þunga ökutækja sem óku eftir götunni og holan myndast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sá ekki skilaboðin fyrr en 24 mínútum síðar – Þá var sonur hennar búinn að myrða 10 manns

Sá ekki skilaboðin fyrr en 24 mínútum síðar – Þá var sonur hennar búinn að myrða 10 manns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Til mikils að vinna fyrir þann sem veitir upplýsingar um þessa bræður

Til mikils að vinna fyrir þann sem veitir upplýsingar um þessa bræður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona fjarlægir þú rauðvínsbletti án þess að nota hreingerningarefni

Svona fjarlægir þú rauðvínsbletti án þess að nota hreingerningarefni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stóð fyrir einu umtalaðasta svindli íþróttasögunnar – Hélt fast við framburð sinn allt til dauðadags

Stóð fyrir einu umtalaðasta svindli íþróttasögunnar – Hélt fast við framburð sinn allt til dauðadags