fbpx
Föstudagur 04.október 2024
Pressan

Þetta eru merki um að þú glímir hugsanlega við áfengisvanda

Pressan
Sunnudaginn 8. september 2024 16:30

Mynd: Unsplash.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumum dugir að fá sér áfengi við sérstök tækifæri en aðrir fá sér einn eða tvo bjóra, eða eitt eða tvo vínglös, á hverju kvöldi. Síðan eru það þeir sem eru þarna einhvers staðar á milli.

Bandaríski sálfræðingurinn Daniel Amen segir um þetta: „Þú ert ekki alveg alkóhólisti en þú átt ekki í heilbrigðu sambandi við áfengi.“

Ef þú tengir þig við þetta, þá ertu hugsanlega meðal þeirra sem falla undir nýtt hugtak „Grey Drinking“. Það nær yfir einhverskonar grátt svæði varðandi áfengisneyslu.

„Grey Drinking“ vísar til þess að fólk sé ekki háð áfengi en drekki samt meira en fólk gerir að meðaltali, sérstaklega þegar það hafði bara hugsað sér að fá sér einn bjór með vinunum.

Þrátt fyrir að fólk, sem hagar áfengisneyslu sinni með þessum hætti, detti ekki niður sökum ölvunar daglega, þá getur verið erfitt að uppgötva að það eigi í vanda með að stýra áfengisneyslu sinni.

Amen segir að nokkur atriði geti hjálpað til við að sjá hvort fólk glími við áfengisvanda.

Afleiðingar – Ef drykkjan hefur vandamál í för með sér – óháð því hvort þær eru heilsufarslegar, skaða tengsl við annað fólk, lagaleg eða fjárhagsleg og drykkjunni er samt sem áður haldið áfram, þá er um vandamál að ræða.

Vanlíðan daginn eftir – Ef þú vaknar að morgni og líður illa eftir að hafa drukkið kvöldið áður, án þess að hafa ætlað að drekka, getur það verið vísbending um að þú glímir við áfengisvanda.

Deilur í sambandinu – Ef þú segir hluti, sem þú segir aðeins þegar þú hefur drukkið, við maka þinn eða börn, þá er það vandamál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður kennir fyrrverandi unnustanum um RFK-skandalinn – „Ég þverneita þessum ásökunum“

Blaðamaður kennir fyrrverandi unnustanum um RFK-skandalinn – „Ég þverneita þessum ásökunum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varar við óvæntum ásökunum í garð Harris – „Sjáið bara þessa gölnu sögu um að ég sé að stýra barnaníðshring úr kjallara pitsustaðar“

Varar við óvæntum ásökunum í garð Harris – „Sjáið bara þessa gölnu sögu um að ég sé að stýra barnaníðshring úr kjallara pitsustaðar“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn á bak við margar af vinsælustu vörum Apple vinnur að „leynilegu verkefni“

Maðurinn á bak við margar af vinsælustu vörum Apple vinnur að „leynilegu verkefni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íran gerði loftárás á Ísrael – „Eins og Gaza, Hezbollah og Líbanon þá mun Íran sjá eftir þessari stund“ 

Íran gerði loftárás á Ísrael – „Eins og Gaza, Hezbollah og Líbanon þá mun Íran sjá eftir þessari stund“ 
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýjasti kjarnorkuknúni kafbátur Kínverja sökk

Nýjasti kjarnorkuknúni kafbátur Kínverja sökk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Geimfar SpaceX er farið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar til að sækja tvo geimfara – Kemur til baka í febrúar

Geimfar SpaceX er farið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar til að sækja tvo geimfara – Kemur til baka í febrúar