fbpx
Laugardagur 05.október 2024
Pressan

Sæmdarkúgun hafði skelfilegar afleiðingar: Nígerískir bræður fengu þunga dóma í Bandaríkjunum

Pressan
Föstudaginn 6. september 2024 10:30

Jordan DeMay var 17 ára þegar hann lést í mars 2022.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nígerískir bræður, Samuel og Samson Ogoshi,  24 ára og 21 árs, hafa verið dæmdir í rúmlega sautján ára fangelsi í máli sem á sér sennilega fáar hliðstæður í bandarísku réttarkerfi.

Málið varðar 17 ára dreng, Jordan DeMay, sem svipti sig lífi þann 25. mars 2022. Jordan fannst látinn á heimili sínu með skotsár og leiddi rannsókn á dauða hans í ljós að hann hefði verið fórnarlamb svokallaðrar sæmdarkúgunar.

Þolendur í slíkum málum eru gjarnan ungir karlar sem eru ginntir til að senda af sér kynferðislegar myndir í gegnum samfélagsmiðla. Viðtakandinn reynist síðan ekki vera sá sem hann segist vera og krefst peninga, ella verði myndunum dreift áfram til annarra.

Það er einmitt það sem gerðist í máli Jordans DeMay. Voru bræðurnir, Samuel og Samson, hluti af glæpahring sem stundaði þessa iðju og tókst þeim að leiða unga piltinn í gildru. Eftir að hann hafði sent af sér kynferðislegar myndir kröfðust þeir þess að hann myndi greiða þeim 1.000 dollara. Þegar Jordan sagði að hann ætti ekki fyrir því sagðist hann ætla að svipta sig lífi. „Gott. Gerðu það fljótt því annars læt ég þig gera það. Ég sver það,“ svöruðu bræðurnir.

Lögregla tók málið strax alvarlega og leiddi rannsókn í ljós að uppruna skeytanna mætti rekja til Lagos í Nígeríu. Lögregluyfirvöld í Nígeríu aðstoðuðu bandarísk yfirvöld í málinu og voru Samuel og Samson handteknir í janúar 2023. Í fyrrasumar féllust yfirvöld í Nígeríu á að þeir yrðu framseldir til Bandaríkjanna og var dómur í máli þeirra kveðinn upp í vikunni.

Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að bræðurnir hefðu reynt fjárkúgun gegn alls 38 bandarískum ríkisborgurum, þar af voru 13 undir lögaldri. Alls voru fórnarlömbin yfir hundrað í mörgum löndum. Þriðji maðurinn liggur einnig undir grun í málinu en framsalsbeiðni hans frá Nígeríu er enn til meðferðar hjá dómstólum þar í landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður kennir fyrrverandi unnustanum um RFK-skandalinn – „Ég þverneita þessum ásökunum“

Blaðamaður kennir fyrrverandi unnustanum um RFK-skandalinn – „Ég þverneita þessum ásökunum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varar við óvæntum ásökunum í garð Harris – „Sjáið bara þessa gölnu sögu um að ég sé að stýra barnaníðshring úr kjallara pitsustaðar“

Varar við óvæntum ásökunum í garð Harris – „Sjáið bara þessa gölnu sögu um að ég sé að stýra barnaníðshring úr kjallara pitsustaðar“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn á bak við margar af vinsælustu vörum Apple vinnur að „leynilegu verkefni“

Maðurinn á bak við margar af vinsælustu vörum Apple vinnur að „leynilegu verkefni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íran gerði loftárás á Ísrael – „Eins og Gaza, Hezbollah og Líbanon þá mun Íran sjá eftir þessari stund“ 

Íran gerði loftárás á Ísrael – „Eins og Gaza, Hezbollah og Líbanon þá mun Íran sjá eftir þessari stund“ 
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýjasti kjarnorkuknúni kafbátur Kínverja sökk

Nýjasti kjarnorkuknúni kafbátur Kínverja sökk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Geimfar SpaceX er farið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar til að sækja tvo geimfara – Kemur til baka í febrúar

Geimfar SpaceX er farið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar til að sækja tvo geimfara – Kemur til baka í febrúar