Sonur hennar fór að óttast um hana og tilkynnti lögreglunni um hvarf hennar. Leit hófst þá og var meðal annars notast við þyrlur og dróna. Það var ekki fyrr en á fjórða degi sem Bardelli fannst.
Hún hafði verið í gilinu allan tímann og hafði drukkið vatn úr pollum til að halda lífi.
Sonur hennar sagði í samtali við Corriere della Sera dagblaðið að hún hafi drukkið rigningarvatn úr pollum, sofið undir trjám og notað gróður til að skýla sér.
Hún vingaðist einnig við villtan ref sem nálgaðist hana af einskærri forvitni. „Refur kom ítrekað nærri henni. Þau urðu eiginlega vinir. Á hverju kvöldi fór hún með bæn. Hún vissi að sérhver dagur gæti orðið hennar síðasti,“ sagði sonur hennar.
Leitarmenn sögðu að það hefði verið mjög erfitt að finna hana því gróðurinn í gilinu sé svo hávaxinn.