fbpx
Mánudagur 16.september 2024
Pressan

89 ára kona týndist í Ölpunum – Vingaðist við ref og drakk vatn úr pollum

Pressan
Fimmtudaginn 5. september 2024 06:30

Giuseppina Bardelli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Giuseppina Bardelli, sem er 89 ára, fór nýlega til sveppatínslu í Ölpunum lenti hún í miklum hremmingum. Hana fór skyndilega að svima og síðan datt hún niður í gil nærri Monterecchio.

Sonur hennar fór að óttast um hana og tilkynnti lögreglunni um hvarf hennar. Leit hófst þá og var meðal annars notast við þyrlur og dróna. Það var ekki fyrr en á fjórða degi sem Bardelli fannst.

Hún hafði verið í gilinu allan tímann og hafði drukkið vatn úr pollum til að halda lífi.

Sonur hennar sagði í samtali við Corriere della Sera dagblaðið að hún hafi drukkið rigningarvatn úr pollum, sofið undir trjám og notað gróður til að skýla sér.

Hún vingaðist einnig við villtan ref sem nálgaðist hana af einskærri forvitni. „Refur kom ítrekað nærri henni. Þau urðu eiginlega vinir. Á hverju kvöldi fór hún með bæn. Hún vissi að sérhver dagur gæti orðið hennar síðasti,“ sagði sonur hennar.

Leitarmenn sögðu að það hefði verið mjög erfitt að finna hana því gróðurinn í gilinu sé svo hávaxinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Segjast hafa búið til „loftslagsvænt smjör“ á tilraunastofu og það bragðist eins og „ekta smjör“

Segjast hafa búið til „loftslagsvænt smjör“ á tilraunastofu og það bragðist eins og „ekta smjör“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók viðtöl við 70 foreldra barna sem hafa náð góðum árangri í lífinu – Þetta gerðu þau

Tók viðtöl við 70 foreldra barna sem hafa náð góðum árangri í lífinu – Þetta gerðu þau
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hótar að „sökkva“ Bretlandi með ofurhljóðfráum eldflaugum     

Hótar að „sökkva“ Bretlandi með ofurhljóðfráum eldflaugum     
Pressan
Fyrir 3 dögum

Uppruni sögusagnanna um gæludýraát innflytjenda afhjúpaður

Uppruni sögusagnanna um gæludýraát innflytjenda afhjúpaður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfullur hitasjúkdómur hefur orðið mörgum að bana

Dularfullur hitasjúkdómur hefur orðið mörgum að bana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Suðurkóreski herinn óttast nektarmyndir og bregst nú við

Suðurkóreski herinn óttast nektarmyndir og bregst nú við