fbpx
Þriðjudagur 17.september 2024
Pressan

Bærinn í áfalli eftir morðin og ekki síður eftir að í ljós kom hver var handtekinn

Pressan
Miðvikudaginn 4. september 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Bærinn okkar er í áfalli,“ segir Jared McIver, lögreglustjóri í bænum Minden í Louisiana í Bandaríkjunum í samtali við NBC News.

Á sunnudagsmorgun fundust lík 82 ára karlmanns, Joe Cornelius sr., og 31 árs dóttur hans, Keisha Miles, á heimili í bænum. Joe var vel þekktur í bænum enda fyrrverandi bæjarstjóri. Í ljós kom að bæði höfðu verið skotin til bana og fundust tvö skotvopn á vettvangi.

Í frétt NBC kemur fram að skömmu eftir að líkin fundust hafi lögregla rætt við ellefu ára dreng. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvað kom fram í samtali lögreglunnar við drenginn en það endaði að minnsta kosti með því að drengurinn játaði að hafa myrt Joe og Keishu.

„Við vitum hvaðan skotvopnin komu en það er mörgum spurningum enn ósvarað í þessu máli,“ segir lögreglustjórinn við bandaríska fjölmiðla. Ekki liggur fyrir hvað drengnum gekk til en lögregla segir að hann hafi „verið í fjölskyldu“ fórnarlambanna.

Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að hugsanleg ástæða morðanna hafi verið ósætti vegna tölvuleikjakaupa en lögregla hefur hvorki játað því né neitað.

McIver segir að lögreglumönnum sem komið hafa að rannsókn málsins sé brugðið vegna ungs aldurs gerandans. Þá ríki sorg vegna dauða bæjarstjórans fyrrverandi.

„Þetta er áfall fyrir samfélagið. Það þekktu allir Joe og hann vandi komu sína á lögreglustöðina þar sem hann var alltaf léttur og alltaf að grínast.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Galnar samsæriskenningar um frammistöðu Kamala Harris í kappræðunum

Galnar samsæriskenningar um frammistöðu Kamala Harris í kappræðunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þurftu 190 þúsund lítra af vatni til að slökkva í Teslu-flutningabíl

Þurftu 190 þúsund lítra af vatni til að slökkva í Teslu-flutningabíl
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frönsk yfirvöld segja að sprenging hafi orðið í gyðingahatri í landinu

Frönsk yfirvöld segja að sprenging hafi orðið í gyðingahatri í landinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er svo erfitt að segja upp í vinnunni í Japan að ný tegund fyrirtækja blómstrar

Það er svo erfitt að segja upp í vinnunni í Japan að ný tegund fyrirtækja blómstrar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjórir fjallgöngumenn fundust látnir á hæsta tindi Alpanna

Fjórir fjallgöngumenn fundust látnir á hæsta tindi Alpanna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þjóðverjar taka upp landamæraeftirlit

Þjóðverjar taka upp landamæraeftirlit