fbpx
Miðvikudagur 09.október 2024
Pressan

Borgarstjórinn neitar því að hafa stundað fjársvik

Pressan
Mánudaginn 30. september 2024 08:00

Eric Adams borgarstjóri í New York. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eric Adams, Demókrati og borgarstjóri í New York, var í síðustu viku ákærður fyrir fjársvik. Hann er fyrsti sitjandi borgarstjóri borgarinnar til að vera ákærður í sakamáli.

Það var klukkan sex að morgni á fimmtudaginn sem 12 lögreglumenn komu heim til Adam í embættisbústað hans á Upper East Side. Þeir voru komnir til að sækja farsíma hans að sögn Alex Spiro, lögmanns hans.

„Þeir sendu tug lögreglumanna til að sækja síma sem við hefðum afhent þeim með ánægju,“ sagði Spiro í samtali við New York Times.

Ástæðan fyrir þessari morgunheimsókn er að Adams, sem er 64 ára, hefur verið ákærður fyrir fimm brot, þar á meðal fjársvik og fyrir að hafa tekið við kosningaframlagi frá erlendum ríkisborgurum. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa tekið við mútum árið 2016 í formi flugmiða frá Turkish Airlines, máltíðum og hótelherbergi að verðmæti rúmlega 100.000 dollara. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa þrýsta á slökkviliðið í New York að samþykkja notkun húsnæðis í New York fyrir tyrkneska ræðismannsskrifstofu þrátt fyrir að öryggismálum væri ábótavant. Málið verður tekið fyrir hjá alríkisdómstóli.

New York Times, sem hefur ákæruna undir höndum, segir gjafirnar hafi verið frá „auðugu erlendu kaupsýslufólki og að minnsta kosti einum tyrkneskum embættismanni“.

 Adams segir að ákærurnar séu „uppspuni“ og að hann muni ekki segja af sér sem borgarstjóri. Hann boðaði til fréttamannafundar á fimmtudaginn fyrir framan heimili sitt og segir CNN að hann hafi beðið borgarbúa um að bíða og hlusta á vörn hans áður en þeir fella dóm.

Kathy Hochul, ríkisstjóri í New York ríki, hefur vald til að setja Adams af sem borgarstjóra. Fyrir helgi sagðist hún ætla að fara yfir ákæruna og taka ákvörðun í framhaldinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stúlkan með rauða sjalið þjökuð af sektarkennd ári eftir harmleikinn

Stúlkan með rauða sjalið þjökuð af sektarkennd ári eftir harmleikinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaknaði við leðurblöku í herberginu – Lést úr skelfilegum sjúkdómi nokkrum dögum síðar

Vaknaði við leðurblöku í herberginu – Lést úr skelfilegum sjúkdómi nokkrum dögum síðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

30.000 ára gamlar beinagrindur veita mikilvægar upplýsingar

30.000 ára gamlar beinagrindur veita mikilvægar upplýsingar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myndir sem voru teknar rétt áður en hörmungar dundu yfir

Myndir sem voru teknar rétt áður en hörmungar dundu yfir