fbpx
Miðvikudagur 09.október 2024
Pressan

Kokkur deilir snilldarráði – Svona verður hart brauð mjúkt á nokkrum mínútum

Pressan
Sunnudaginn 29. september 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eflaust kemur það fyrir á flestum heimilum að fólk nær ekki að borða brauðið nógu hratt og það verður því hart og hálf leiðinlegt til neyslu. Það endar því oft í ruslatunnunni. En það þarf ekki að fara svona því þekktur kokkur deildi nýlega „leyndarmáli“ sínu um hvernig er hægt að gera hart brauð mjúkt á nýjan leik á nokkrum mínútum.

Í myndbandi, sem hann birti á TikTok, segir kokkurinn, sem heitir Tristan Welch, að það geti komið sér vel á þessum síðustu og verstu tímum, þar sem framfærslukostnaðurinn hefur hækkað mikið, að geta nýtt brauð þótt það sé orðið hart. Þess utan dregur þetta úr matarsóun.

Ráð hans er sáraeinfalt – Maður tekur brauðið og lætur vatn renna á það þar til það er blautt í gegn. Síðan er það sett í 200 gráðu heitan ofn í um fimm mínútur, stór brauð geta þurft aðeins lengri tíma.

Þegar brauðið er tekið úr ofninum er það orðið mjúkt og hefur náð sinni fyrri áferð á nýjan leik. „Þú þarft bara mikið af smjöri og einhvern til að borða það þér til samlætis,“ segir hann í myndbandinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stúlkan með rauða sjalið þjökuð af sektarkennd ári eftir harmleikinn

Stúlkan með rauða sjalið þjökuð af sektarkennd ári eftir harmleikinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaknaði við leðurblöku í herberginu – Lést úr skelfilegum sjúkdómi nokkrum dögum síðar

Vaknaði við leðurblöku í herberginu – Lést úr skelfilegum sjúkdómi nokkrum dögum síðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

30.000 ára gamlar beinagrindur veita mikilvægar upplýsingar

30.000 ára gamlar beinagrindur veita mikilvægar upplýsingar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myndir sem voru teknar rétt áður en hörmungar dundu yfir

Myndir sem voru teknar rétt áður en hörmungar dundu yfir