The Guardian skýrir frá þessu og segir að þetta sé niðurstaða nýrrar rannsóknar. Þetta nýja tungl verður á braut um jörðina frá 29. september til 25. nóvember en þá snýr það aftur til heimkynna sinna sem eru í loftsteinabelti sem er á braut um sólina.
Carlos de la Fuente Marcos, prófessor við Universidad Complutense de Madrid og aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði í samtali við Space.com að loftsteinninn komi frá Arjuna loftsteinabeltinu.
Hann sagði sumir af loftsteinunum í Arjuna loftsteinabeltinu geti farið ansi nálægt jörðinni eða í um 4,5 km fjarlægð. Þessir loftsteinar fara einnig frekar hægt miðað við loftsteina eða á um 3.500 km/klst og því hefur aðdráttarafl jarðarinnar meiri áhrif á þá en aðra loftsteina.
Þetta er ástæðan fyrir að loftsteinninn verður „gestatungl“ á braut um jörðina í um tvo mánuði.