Sean McCormak, yfirdýralæknir hjá tails.com, veitti innsýn í þau merki sem benda til að hundurinn nálgist lífslok og veitti eigendum góð ráð um hvernig þeir geta undirbúið sig undir þennan erfiða tíma.
Hann sagði að oft séu ákveðin einkenni hjá hundum túlkuð sem venjuleg merki um öldrun en í raun geti þau verið vísbending um að hundurinn þjáist eða að lífsgæði hans séu minni en áður og að ævilok séu nærri.
Hann sagði að eftirtalin einkenni geti verið merki um sársauka eða almenna vanlíðan:
Hundurinn heldur meira aftur af sér en áður.
Hann skiptir sér minna af umhverfi sínu en áður og sefur meira.
Hefur lítinn sem engan áhuga á að leika sér.
Á erfitt með að ganga langar vegalengdir, að fara upp tröppur eða inn í bílinn.
Hann lagði áherslu á að hundaeigendur séu meðvitaðir um þessar breytingar og ræði þær við dýralækninn.
Hann benti einnig á að oft sé hægt að grípa til aðgerða sem draga úr sársauka og bæta lífsgæði hunds á síðast hluta ævinnar en það sé háð því að fólk hunsi ekki snemmbúin aðvörunarmerki.
Hvernig undirbý ég mig og tek þessa erfiðu ákvörðun?
Undirbúningurinn undir hinstu kveðjuna hefst með samtali hjá dýralækninum um rétta tímapunktinn og möguleikana á að svæfa hundinn.
McCormack sagði að mikilvægt sé að eyða verðmætum tíma með hundinum á síðustu dögum hans, dekra við hann og sjá til þess að honum líði eins vel og hægt er. „Að velja svæfingu einum degi of snemma en einum degi of seint seint, getur fært fólki meiri frið en eftirsjá,“ sagði hann.
Hvernig fer aflífun fram?
Sjálf aflífunin (svæfing) er venjulega framkvæmd með því að hundinum er gefinn of stór skammtur af svæfingarefni. Það tryggir því að dauðinn er sársaukalaus og að hundurinn sé ekki stressaður. Ef hundurinn er órólegur þegar að þessu kemur er hægt að gefa honum róandi.
McCormack sagði að eini sársaukinn, sem hundurinn finni fyrir, sé þegar hann sé stunginn með sprautunálinni.
Þegar hundurinn er dáinn, geta ákveðin líkamleg viðbrögð átt sér stað, til dæmis að þvagblaðran tæmist eða djúpur andardráttur. Þetta er algengt en er ekki merki um þjáningar.