fbpx
Miðvikudagur 09.október 2024
Pressan

Auður hans hefur aukist um 16 milljarða síðan eiginkonan hvarf

Pressan
Fimmtudaginn 26. september 2024 04:00

Anne-Elisabeth og Tom Hagen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðan 2018 hefur norski milljarðamæringurinn Tom Hagen haft stöðu grunaðs í rannsókn norsku lögreglunnar á hvarfi eiginkonu hans, Anne-Elisabeth Hagen, sem hvarf í nóvember 2018.

Norski miðillinn Børsen segir að á fjárhagssviðinu hafi síðasta ár verið gott fyrir Hagen en þá jókst auður hans um 300 milljónir norskra króna.

Þessar 300 milljónir tryggðu honum 152. sætið á listanum yfir 400 ríkustu Norðmennina.

Það var eignarhlutur Hagen í raforkufyrirtækinu Elkraft sem stóð undir megninu af þeim 300 milljónum sem bættust við auð hans á síðasta ári.

Frá því að eginkona hans hvarf hefur auður hans aukist um 1,3 milljarða norskra króna en það svarar til um 16 milljarða íslenskra króna.

Í heildina er auður hans talinn vera sem svarar til um 37 milljarða íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stúlkan með rauða sjalið þjökuð af sektarkennd ári eftir harmleikinn

Stúlkan með rauða sjalið þjökuð af sektarkennd ári eftir harmleikinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaknaði við leðurblöku í herberginu – Lést úr skelfilegum sjúkdómi nokkrum dögum síðar

Vaknaði við leðurblöku í herberginu – Lést úr skelfilegum sjúkdómi nokkrum dögum síðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

30.000 ára gamlar beinagrindur veita mikilvægar upplýsingar

30.000 ára gamlar beinagrindur veita mikilvægar upplýsingar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myndir sem voru teknar rétt áður en hörmungar dundu yfir

Myndir sem voru teknar rétt áður en hörmungar dundu yfir