Travis var dæmdur fyrir að bana þriggja mánaða syni sínum, Alijah, í janúar 2008. Travis ákvað að áfrýja ekki dauðadómnum. Áður en banvænni lyfjablöndu var dælt í líkama hans sagðist hann sjá eftir að hafa myrt son sinn og bað barnsmóður sína og fjölskyldu hennar afsökunar.
Travis var 21 árs þegar hann framdi hinn skelfilega glæp en hann hafði rifist heiftarlega við barnsmóður sína áður en hann ók á brott með drenginn. Hann varð honum að bana í bifreið sinni eftir að hafa brotið kynferðislega á honum. Lík drengsins fannst í vegkantinum.
Marcellus var dæmdur til dauða fyrir að stinga 42 ára konu, Lishu Gayle, til bana á heimili hennar í St. Louis árið 1998. Marcellus braust inn til konunnar, en þegar hún varð hans var réðst hann að henni með hníf og stakk hana 43 sinnum. Hafði hann á brott með sér veskið hennar og tölvu sem eiginmaður hennar átti.