fbpx
Miðvikudagur 09.október 2024
Pressan

Loksins á heimleið eftir 592 daga martröð

Pressan
Þriðjudaginn 24. september 2024 17:30

Síðustu mánuðir hafa ekki verið neinn dans á rósum hjá flugmanninum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýsjálendingurinn Philip Mark Mehrtens er loksins á heimleið eftir að hafa verið í haldi uppreisnarmanna á Papúa Nýju-Gíneu frá því í febrúar á síðasta ári.

Óhætt er að segja að Philið hafi upplifað sannkallaða martröð því uppreisnarmennirnir hótuðu ítrekað að drepa hann yrði ákveðnum skilyrðum ekki mætt.

Philip starfaði sem flugmaður fyrir indónesíska flugfélagið Susi Air og þann 7. Febrúar í fyrra fékk hann það verkefni að sækja hópa verkamanna sem voru að byggja heilsugæslu á vestari helmingi Papúa Nýju-Gíneu.

Flugmaðurinn í afar erfiðri stöðu – Hóta að drepa hann innan tveggja mánaða

Höfðu uppreisnarmennirnir staðið í hótunum við verkamennina og voru þeir sóttir til að tryggja öryggi þeirra. Ekki vildi betur til en svo að þeir náðu Philip og héldu honum föngnum allt þar til hann var látinn laus um helgina.

Uppreisnarmennirnir á vesturhelmingi Papúa Nýju-Gíneu hafa lengi krafist þess að svæðinu verði veitt sjálfsstjórn, en í dag er vesturhelmingur landsins undir yfirráðum Indónesíu.

Ástralskir fjölmiðlar greina frá því að stjórnvöld í Nýja-Sjálandi og á Indónesíu hafi átt í viðræðum við uppreisnarmennina um að sleppa Philip lausum. Þær viðræður virðast hafa borið ávöxt en ekki liggur fyrir hvort lausnargjald hafi verið greitt eða hvaða skilyrði þurfti að uppfylla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stúlkan með rauða sjalið þjökuð af sektarkennd ári eftir harmleikinn

Stúlkan með rauða sjalið þjökuð af sektarkennd ári eftir harmleikinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaknaði við leðurblöku í herberginu – Lést úr skelfilegum sjúkdómi nokkrum dögum síðar

Vaknaði við leðurblöku í herberginu – Lést úr skelfilegum sjúkdómi nokkrum dögum síðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

30.000 ára gamlar beinagrindur veita mikilvægar upplýsingar

30.000 ára gamlar beinagrindur veita mikilvægar upplýsingar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myndir sem voru teknar rétt áður en hörmungar dundu yfir

Myndir sem voru teknar rétt áður en hörmungar dundu yfir