fbpx
Mánudagur 07.október 2024
Pressan

Fékk 100 hringingar á dag – Áttaði sig loks á skelfilegu mynstri

Pressan
Þriðjudaginn 17. september 2024 04:00

Mynd: Unsplash.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í sumar lenti 31 árs japönsk kona í þeirri ömurlegu lífsreynslu að verða fyrir stanslausri áreitni. Hringt var í hana allt að 100 sinnum á dag. Í hvert sinn sem hún svaraði, heyrðist ekkert á hinum enda línunnar þar til hún lagði á. Rétt eftir að hún lagði á, var hringt aftur.

Hringjandinn notaði númeraleynd og því gat hún ekki séð úr hvaða númeri var hringt eða lokað fyrir hringingar frá því.

Vikum saman hélt eltihrellirinn þessu áfram en konan fór þá að hægt og rólega að sjá ákveðið mynstur í hringingunum.

Fyrir það fyrsta var bara hringt á daginn, aldrei á nóttunni þegar hún og eiginmaðurinn sváfu. Hún áttaði sig einnig á að það var aldrei hringt í hana á meðan hún var að spila tölvuleiki í farsíma eiginmannsins.

Á endanum komst hún að því að einu skiptin, sem hringingunum linnti, var þegar eiginmaður hennar var ekki með símann sinn.

Þetta ýtti undir vaxandi grunsemdir um að hann bæri ábyrgð á þessu og fékk hún lögregluna því til að fylgjast með símnotkun hans. Rannsókn lögreglunnar endaði með að eiginmaðurinn var handtekinn.

Hann játaði að hafa hringt í sífellu í hana frá 10. júlí til 4. ágúst. Hann viðurkenndi að hafa breytt símanum sínum til að ekki sæist úr hvaða númeri var hringt.

Ekkert hafði komið upp á í hjónabandinu og þegar lögreglan spurði manninn af hverju hann hafði gert þetta sagði hann að hann hafi verið rekinn áfram af ást. „Ég elska konuna mína og hringdi ítrekað í hana án þess að segja nokkuð,“ sagði hann að sögn Sora News.

Ekki er vitað hvernig hjónabandinu reiddi af eftir þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gróf upp gólfmottu í garðinum en óraði ekki fyrir atburðarásinni sem átti eftir að fara af stað

Gróf upp gólfmottu í garðinum en óraði ekki fyrir atburðarásinni sem átti eftir að fara af stað
Pressan
Í gær

Af hverju lækkum við með aldrinum?

Af hverju lækkum við með aldrinum?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta gerist í líkamanum þegar þú borðar hunang

Þetta gerist í líkamanum þegar þú borðar hunang
Pressan
Fyrir 2 dögum

Keltneskur hjálmur á óvæntum slóðum

Keltneskur hjálmur á óvæntum slóðum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Yngstu fórnarlömb fellibylsins voru þessir tvíburabræður

Yngstu fórnarlömb fellibylsins voru þessir tvíburabræður
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ég sá konuna mína borða svolítið ógeðslegt“ – „Ég get ekki litið hana sömu augum“

„Ég sá konuna mína borða svolítið ógeðslegt“ – „Ég get ekki litið hana sömu augum“