Hringjandinn notaði númeraleynd og því gat hún ekki séð úr hvaða númeri var hringt eða lokað fyrir hringingar frá því.
Vikum saman hélt eltihrellirinn þessu áfram en konan fór þá að hægt og rólega að sjá ákveðið mynstur í hringingunum.
Fyrir það fyrsta var bara hringt á daginn, aldrei á nóttunni þegar hún og eiginmaðurinn sváfu. Hún áttaði sig einnig á að það var aldrei hringt í hana á meðan hún var að spila tölvuleiki í farsíma eiginmannsins.
Á endanum komst hún að því að einu skiptin, sem hringingunum linnti, var þegar eiginmaður hennar var ekki með símann sinn.
Þetta ýtti undir vaxandi grunsemdir um að hann bæri ábyrgð á þessu og fékk hún lögregluna því til að fylgjast með símnotkun hans. Rannsókn lögreglunnar endaði með að eiginmaðurinn var handtekinn.
Hann játaði að hafa hringt í sífellu í hana frá 10. júlí til 4. ágúst. Hann viðurkenndi að hafa breytt símanum sínum til að ekki sæist úr hvaða númeri var hringt.
Ekkert hafði komið upp á í hjónabandinu og þegar lögreglan spurði manninn af hverju hann hafði gert þetta sagði hann að hann hafi verið rekinn áfram af ást. „Ég elska konuna mína og hringdi ítrekað í hana án þess að segja nokkuð,“ sagði hann að sögn Sora News.
Ekki er vitað hvernig hjónabandinu reiddi af eftir þetta.