fbpx
Mánudagur 07.október 2024
Pressan

Loftsteinn á stærð við skýjakljúf þýtur nærri jörðinni á morgun

Pressan
Mánudaginn 16. september 2024 04:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á morgun mun loftsteinninn 2024 ON, sem er á stærð við skýjakljúf, þjóta fram hjá jörðinni. Bandaríska geimferðastofnunin NASA segir að fjarlægð hans frá jörðinni verði um 2,5 sinnum fjarlægðin á milli jarðarinnar og tunglsins.

Talið er að þvermál loftsteinsins sé á bilinu 220 til 480 metrar. Hann mun þjóta fram hjá okkur á ofsahraða eða tæplega 32.000 km/klst en það er um 26 faldur hljóðhraði.

Þegar hann verður næst jörðinni verður hann í um einnar milljón kílómetra fjarlægð. Á mælikvarða alheimsins þá er þetta mjög nálægt en sem betur fer ekki svo nálægt að við þurfum að hafa áhyggjur.

NASA skilgreinir alla loftsteina og aðra hluti í geimnum sem koma nær jörðinni en í 193 milljóna kílómetra fjarlægð sem „hluti sem fara nærri jörðinni“. Stórir hlutir, sem koma nær en 7,5 milljónir kílómetra, eru skilgreindir sem „hugsanlega hættulegir“.

NASA fylgist með ferðum um 28.000 loftsteina með Asteroid Terrestrial-impact Last Alert System (ATLAS) en það samanstendur af fjórum sjónaukum sem skanna næturhimininn á 24 klukkustunda fresti.

NASA hefur lagt mat á braut allra þekktra hluta, sem eru í flokknum „hlutir sem fara nærri jörðinni“ til loka þessarar aldar. Niðurstaðan er að ekki eru taldar líkur á árekstri við stóran loftstein næstu 100 árin hið minnsta.

Ef loftsteinn á borð við 2024 ON myndi lenda í árekstri við jörðina myndi það vera atburður í líkingu við þann sem átti sér stað fyrir 66 milljónum ára þegar stór loftsteinn skall á jörðinni og gerði út af við risaeðlurnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gróf upp gólfmottu í garðinum en óraði ekki fyrir atburðarásinni sem átti eftir að fara af stað

Gróf upp gólfmottu í garðinum en óraði ekki fyrir atburðarásinni sem átti eftir að fara af stað
Pressan
Í gær

Af hverju lækkum við með aldrinum?

Af hverju lækkum við með aldrinum?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta gerist í líkamanum þegar þú borðar hunang

Þetta gerist í líkamanum þegar þú borðar hunang
Pressan
Fyrir 2 dögum

Keltneskur hjálmur á óvæntum slóðum

Keltneskur hjálmur á óvæntum slóðum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Yngstu fórnarlömb fellibylsins voru þessir tvíburabræður

Yngstu fórnarlömb fellibylsins voru þessir tvíburabræður
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ég sá konuna mína borða svolítið ógeðslegt“ – „Ég get ekki litið hana sömu augum“

„Ég sá konuna mína borða svolítið ógeðslegt“ – „Ég get ekki litið hana sömu augum“