fbpx
Mánudagur 07.október 2024
Pressan

„Dökkar halastjörnur“ geta verið meiri ógn við jörðina en áður var talið

Pressan
Sunnudaginn 15. september 2024 07:30

Halastjörnur. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undarlegur flokkur geimsteina, sem eru þekktir sem „dökkar halastjörnur“, búa yfir eiginleikum bæði loftsteina og halastjarna. Það er erfitt að sjá þessa hluti þegar þeir þeytast um geiminn og þeir geta verið mun meiri ógn við jörðina en talið hefur verið fram að þessu.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar að sögn Live Science sem segir að þessir hlutir séu litlir og snúist hratt um sjálfa sig. Þeir fara oft nærri jörðinni, líklega eftir að hafa komið langt utan úr sólkerfinu okkar. Hugsanlega er vatn á þeim sem og önnur efni en þeir geta líka verið uppspretta hættu.

Halastjörnur eru yfirleitt gjörólíkar loftsteinum. Þær koma úr ystu hlutum sólkerfisins, þar sem kuldinn er svo mikill að sameindir á borð við vatn frjósa. Brautir halastjarna eru yfirleitt stöðugar en stundum geta þær raskast vegna áhrifa þyngdarafls stórra pláneta og þá þjóta þessir frosnu steinar í átt að innri hluta sólkerfisins. Þegar það gerist, þá sér sólin til þess að þær bráðna og þá myndast halinn sem einkennir þær.

Lofsteinar halda sig yfirleitt í innri hluta sólkerfisins, venjulega á milli Mars og Júpíters. Þeir eru mun „steinaðri“ en halastjörnur og lifa því lengur þegar þeir lenda í geisla sólarinnar. En það kemur stundum fyrir að braut þeirra raskast og þeir koma hættulega nærri jörðinni.

Stjörnufræðingar hafa nýlega fundið þriðju tegund geimsteina, „dökkar halastjörnur“ sem hegða sér eins og loftsteinar og halastjörnur.

Í nýrri rannsókn reyna vísindamenn að greina uppruna þessara dökku halastjarna. Þær eru litlar, aðeins nokkrir tugir kílómetra í þvermál. Ekki er að sjá að þær losi gas eða vatn. Brautir þeirra eru ekki fullkomnar og þær sýna oft af sér hraðabreytingar sem tengjast ekki þyngdaraflssviðum en það bendir til þess að einhver önnur öfl séu að verki og snerti brautir þeirra mjúklega.

Stjörnufræðingar geta yfirleitt séð hvað veldur hraðabreytingum lítilla hluta í sólkerfinu, þar á meðal loftsteina. Til dæmis geta þeir hitnað ójafnt af völdum sólarinnar en það veldur lítilli en þó mælanlegri breytingu á braut þeirra.

Stjörnufræðingar hafa komist að því að hraðabreytingar dökku halastjarnanna eru ekki af völdum ójafnrar hitunar af völdum sólarinnar og því hlýtur eitthvað annað að valda þessum hraðabreytingum. Telja þeir hugsanlegt að þær losi gas sem geti valdið hraðabreytingunum. Þessi gaslosun sé svo lítil að hún sjáist ekki.

Dökku halastjörnurnar snúast einnig mjög hratt um sjálfa sig og hljóta því að búa yfir nægum innri styrkleika til að tryggja að þær tætist ekki í sundur. Út frá þessu komust stjörnufræðingarnir að þeirri niðurstöðu að þær séu uppbyggðar eins og loftsteinar og hafi líklega myndast þegar stærri hlutir brotnuðu upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gróf upp gólfmottu í garðinum en óraði ekki fyrir atburðarásinni sem átti eftir að fara af stað

Gróf upp gólfmottu í garðinum en óraði ekki fyrir atburðarásinni sem átti eftir að fara af stað
Pressan
Í gær

Af hverju lækkum við með aldrinum?

Af hverju lækkum við með aldrinum?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta gerist í líkamanum þegar þú borðar hunang

Þetta gerist í líkamanum þegar þú borðar hunang
Pressan
Fyrir 2 dögum

Keltneskur hjálmur á óvæntum slóðum

Keltneskur hjálmur á óvæntum slóðum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Yngstu fórnarlömb fellibylsins voru þessir tvíburabræður

Yngstu fórnarlömb fellibylsins voru þessir tvíburabræður
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ég sá konuna mína borða svolítið ógeðslegt“ – „Ég get ekki litið hana sömu augum“

„Ég sá konuna mína borða svolítið ógeðslegt“ – „Ég get ekki litið hana sömu augum“