fbpx
Laugardagur 09.nóvember 2024
Pressan

Segjast hafa búið til „loftslagsvænt smjör“ á tilraunastofu og það bragðist eins og „ekta smjör“

Pressan
Laugardaginn 14. september 2024 15:30

Smjörið er þarfaþing.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Smjör búið til úr lofti en ekki mjólk! Getur það verið? Að minnsta kosti ef marka má það sem talsmenn bandaríska nýsköpunarfyrirtækisins Savor segja.

Savor, sem nýtur fjárstuðnings milljarðamæringsins Bill Gates, segir að smjör fyrirtækisins skilji eftir sig mun minni kolefnisspor en venjulegt smjör og þess utan þurfi ekki kýr til að framleiða það.

Fyrirtækið segist hafa fundið upp flókna aðferð til að framleiða smjör án þess að dýr komi við sögu og þess utan þá bragðist smjör þess alveg jafn vel og hefðbundið smjör.

Fyrirtækið hefur gert tilraunir með að framleiða mjólkurlausan ís, osta og mjólk með því að nota hitaefnafræðilegt ferli sem gerir því kleift að byggja fitusameindir, búa til keðjur koltvíoxíðs, vetnis og súrefnis.

Þetta virðist hafa tekist því fyrirtækið hefur tilkynnt að því hafi nú tekist að búa til smjör sem engar dýraafurðir eru notaðar í.

Ein af mikilvægustu aðgerðunum til að draga úr umhverfisáhrifum mannkynsins er að draga úr kjöt- og mjólkurneyslu því búfénaður leikur stórt hlutverk þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda.

Savor segir að smjör fyrirtækisins skilji miklu minni kolefnisspor eftir sig en venjulegt smjör eða innan við 0,8 grömm af CO2 á hvert kíló en ósaltað hefðbundið smjör, með 80% fitu, skilur eftir sig 16,9 kg CO2 á hvert kíló.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Karen hvarf eftir hrekkjavökupartý og fannst látin vikum seinna – Eiginmaðurinn ákærður eftir 11 ár

Karen hvarf eftir hrekkjavökupartý og fannst látin vikum seinna – Eiginmaðurinn ákærður eftir 11 ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

YouTube-stjarna látin eftir götukappakstur – Birti óhugnanlegt myndband skömmu fyrir slysið

YouTube-stjarna látin eftir götukappakstur – Birti óhugnanlegt myndband skömmu fyrir slysið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Harris viðurkennir ósigur í ávarpi – „Nú er tími til að bretta upp ermarnar“

Harris viðurkennir ósigur í ávarpi – „Nú er tími til að bretta upp ermarnar“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Velta fyrir sér hvort Trump sparki Harry Bretaprins úr landi

Velta fyrir sér hvort Trump sparki Harry Bretaprins úr landi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerðu óhugnanlega uppgötvun á háa loftinu í nýja húsinu

Gerðu óhugnanlega uppgötvun á háa loftinu í nýja húsinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sjónvarpsmaður barðist við að halda aftur af tárunum þegar hann fór með ræðu um kosningarnar

Sjónvarpsmaður barðist við að halda aftur af tárunum þegar hann fór með ræðu um kosningarnar