Savor, sem nýtur fjárstuðnings milljarðamæringsins Bill Gates, segir að smjör fyrirtækisins skilji eftir sig mun minni kolefnisspor en venjulegt smjör og þess utan þurfi ekki kýr til að framleiða það.
Fyrirtækið segist hafa fundið upp flókna aðferð til að framleiða smjör án þess að dýr komi við sögu og þess utan þá bragðist smjör þess alveg jafn vel og hefðbundið smjör.
Fyrirtækið hefur gert tilraunir með að framleiða mjólkurlausan ís, osta og mjólk með því að nota hitaefnafræðilegt ferli sem gerir því kleift að byggja fitusameindir, búa til keðjur koltvíoxíðs, vetnis og súrefnis.
Þetta virðist hafa tekist því fyrirtækið hefur tilkynnt að því hafi nú tekist að búa til smjör sem engar dýraafurðir eru notaðar í.
Ein af mikilvægustu aðgerðunum til að draga úr umhverfisáhrifum mannkynsins er að draga úr kjöt- og mjólkurneyslu því búfénaður leikur stórt hlutverk þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda.
Savor segir að smjör fyrirtækisins skilji miklu minni kolefnisspor eftir sig en venjulegt smjör eða innan við 0,8 grömm af CO2 á hvert kíló en ósaltað hefðbundið smjör, með 80% fitu, skilur eftir sig 16,9 kg CO2 á hvert kíló.