fbpx
Mánudagur 07.október 2024
Pressan

Nú er loks vitað af hverju Grænlandshákarlar eru svona langlífir

Pressan
Laugardaginn 14. september 2024 07:30

Grænlandshákarl sem veiddist á línu. Mynd: Devanshi Kasana/FIU

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grænlandshákarlinn er langlífasta hryggdýrið. Fram að þessu var ekki vitað hvað gerði að verkum að þessi tegund er svo langlíf en nú hafa vísindamenn fundið skýringuna á því.  Þessi uppgötvun getur haft mikla þýðingu fyrir framtíð tegundarinnar.

Live Science skýrir frá þessu og segir að fram að þessu hafi vísindamenn ekki getað skýrt af hverju Grænlandshákarlar geta lifað í mörg hundruð ár. En nú telja þeir sig hafa fundið skýringuna á þessu ótrúlega langlífi, efnaskiptum sem aldrei breytast.

Niðurstöðurnar ganga gegn því sem vísindamenn töldu vera ástæðuna og gæti haft mikil áhrif á hvernig tegundin lagar sig að loftslagsbreytingunum.

Meðalævilengd Grænlandshákarla, Sominosus microcephalus, er að minnsta kosti 250 ár en þeir geta orðið rúmlega 500 ára. Þetta eru því líklega langlífustu hryggdýrin á jörðinni.

Grænlandshákarlar halda sig á Norðurheimskautasvæðinu og Norður-Atlantshafi á allt að 2,6 km dýpi.

Vísindamenn töldu lengi að langlífi þeirra mætti rekja til þess hversu köldu umhverfi þeir lifa í en þeir þrífast í sjó sem er allt að 1,8 gráður í mínus og þess hversu lítið þeir hreyfa sig.

En í nýju rannsókninni kemur fram að langlífi þeirra megi líklega rekja til efnaskipta þeirra en þau virðast ekki breytast með tímanum eins og hjá öðrum dýrum. Live Science hefur eftir Ewan Camplisson, doktorsnema við Manchester háskóla, að það sé mikilvægt að vita að hákarlarnir sýni engin hefðbundin merki þess að eldast.

Efnaskipti eru það ferli sem á sér stað þegar ensími brjóta næringarefni niður í orku og ferlið sem notar þessa orku til að byggja vefi upp og lagfæra. Í flestum dýrum dregur úr efnaskiptum með tímanum en það veldur minni orkuframleiðslu og hægari viðgerðum og endurnýjun á frumum sem og minni getu til að fjarlægja frumurusl sem getur valdið frekara tjóni á frumum.

Niðurstaða rannsóknarinnar byggist á sýnum sem voru tekin úr vöðvum 23 Grænlandshákarla sem veiddust við suðurströnd Diskóeyju við miðhluta Grænlands.

Vísindamennirnir mældu síðan virkni fimm mismunandi ensíma í sýnunum til að sjá efnaskiptahraða þeirra og viðbrögð við mismunandi hitastigi í umhverfinu. Síðan var aldur hvers hákarls reiknaður út með því að mæla lengd þeirra en í rannsókn, sem var gerð 2016, var búið til reiknilíkan til að áætla aldur þeirra út frá líkamslengd þeirra. Hákarlarnir, sem sýnin voru tekin úr, voru á aldrinum 60 til 200 ára.

Þegar virkni ensímanna var borin saman, þá kom í ljós að engin munur var á henni óháð aldri hákarlanna. Camplisson sagði að hjá flestum dýrum megi reikna með að sjá virkni sumra ensíma minnka með tímanum en þar sem það eigi sér ekki stað hjá Grænlandshákarlinum, bendi það til að þeir hrörni ekki eins og önnur dýr og það sé líklega ástæðan fyrir langlífi þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gróf upp gólfmottu í garðinum en óraði ekki fyrir atburðarásinni sem átti eftir að fara af stað

Gróf upp gólfmottu í garðinum en óraði ekki fyrir atburðarásinni sem átti eftir að fara af stað
Pressan
Í gær

Af hverju lækkum við með aldrinum?

Af hverju lækkum við með aldrinum?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta gerist í líkamanum þegar þú borðar hunang

Þetta gerist í líkamanum þegar þú borðar hunang
Pressan
Fyrir 2 dögum

Keltneskur hjálmur á óvæntum slóðum

Keltneskur hjálmur á óvæntum slóðum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Yngstu fórnarlömb fellibylsins voru þessir tvíburabræður

Yngstu fórnarlömb fellibylsins voru þessir tvíburabræður
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ég sá konuna mína borða svolítið ógeðslegt“ – „Ég get ekki litið hana sömu augum“

„Ég sá konuna mína borða svolítið ógeðslegt“ – „Ég get ekki litið hana sömu augum“