fbpx
Föstudagur 04.október 2024
Pressan

Hér kostar 440.000 að pissa í sjóinn

Pressan
Föstudaginn 13. september 2024 07:30

Baðströnd. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framvegis getur það reynst ferðamönnum dýrkeypt ef þeir láta undan freistingunni, eða þrýstingnum, og pissa í sjóinn.

Ef fólk er staðið að því að pissa í sjóinn við spænska strandbæinn Marbella á það sekt, sem nemur allt að 440.000 krónum, yfir höfði sér.

Reglurnar um þetta tóku gildi nú í september en þær eru hluti af aðgerðum yfirvalda til að takast á við eitt og annað sem þykir óæskileg hegðun af hálfu ferðamanna.

Bild segir að við fyrsta broti fólks á þessari pissureglu liggi sekt upp á 750 evrur, það svarar til um 115.000 íslenskra króna. Ef fólk lætur sér ekki segjast og pissar aftur í sjóinn, þá fær það sekt upp á sem svarar til 230.000 króna. Í þriðja sinn er sektin sem nemur 440.000 íslenskum krónum.

En stóri gallinn, út frá sjónarhóli yfirvalda, er að það er nánast útilokað að framfylgja banninu og það eru bæjaryfirvöld meðvituð um. Í tilkynningu frá þeim segir að það verði líklega mjög erfitt að sanna brot af þessu tagi og því leggja þau traust sitt á fólk og að það virði bannið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður kennir fyrrverandi unnustanum um RFK-skandalinn – „Ég þverneita þessum ásökunum“

Blaðamaður kennir fyrrverandi unnustanum um RFK-skandalinn – „Ég þverneita þessum ásökunum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varar við óvæntum ásökunum í garð Harris – „Sjáið bara þessa gölnu sögu um að ég sé að stýra barnaníðshring úr kjallara pitsustaðar“

Varar við óvæntum ásökunum í garð Harris – „Sjáið bara þessa gölnu sögu um að ég sé að stýra barnaníðshring úr kjallara pitsustaðar“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn á bak við margar af vinsælustu vörum Apple vinnur að „leynilegu verkefni“

Maðurinn á bak við margar af vinsælustu vörum Apple vinnur að „leynilegu verkefni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íran gerði loftárás á Ísrael – „Eins og Gaza, Hezbollah og Líbanon þá mun Íran sjá eftir þessari stund“ 

Íran gerði loftárás á Ísrael – „Eins og Gaza, Hezbollah og Líbanon þá mun Íran sjá eftir þessari stund“ 
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýjasti kjarnorkuknúni kafbátur Kínverja sökk

Nýjasti kjarnorkuknúni kafbátur Kínverja sökk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Geimfar SpaceX er farið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar til að sækja tvo geimfara – Kemur til baka í febrúar

Geimfar SpaceX er farið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar til að sækja tvo geimfara – Kemur til baka í febrúar