fbpx
Föstudagur 04.október 2024
Pressan

17 ára piltur drap móður sína – Innan við tvö ár síðan hann drap föður sinn

Pressan
Föstudaginn 13. september 2024 12:30

Grady Judd og Collin Griffith.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sautján ára piltur í Polk-sýslu í Flórída er í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa stungið móður sína til bana um síðustu helgi. Það sem vekur óhug margra er að fyrir tæpum tveimur árum skaut þessi sami drengur föður sinn til bana.

Pilturinn, Collin Griffith, hafði samband við neyðarlínuna þann 8. september síðastliðinn þar sem hann tilkynnti að móðir hans hefði orðið fyrir hnífstungu. Sagði hann að móðir hans hafi komið hlaupandi að honum með hníf en dottið á hann með þeim afleiðingum að hún lést.

„Rannsókn okkar sýnir að atvikin gerðust ekki með þeim hætti sem hann lýsti,“ segir Grady Judd, lögreglustjóri í Polk-sýslu í samtali við fréttamiðla. Nágranni lýsti því meðal annars við lögreglu að hann hefði séð Collin draga móður sína inn í húsið á hárinu áður en hún lést.

Í febrúar 2023 lést faðir drengsins eftir að Collin skaut hann til bana á heimili hans í Oklahoma. Rannsókn málsins var látin niður falla því saksóknarar gátu ekki sannað að ekki hafi verið um sjálfsvörn að ræða. Eftir að faðir hans lést flutti hann til móður sinnar sem búsett var í Flórída og hafði lögregla haft afskipti af þeim áður, meðal annars vegna ofbeldis sem drengurinn beitti móður sína.

„Þegar þið horfið á hann sjáið þið ungan dreng, en þegar ég horfi á hann sé ég brjálæðing,“ segir lögreglustjórinn Grady Judd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður kennir fyrrverandi unnustanum um RFK-skandalinn – „Ég þverneita þessum ásökunum“

Blaðamaður kennir fyrrverandi unnustanum um RFK-skandalinn – „Ég þverneita þessum ásökunum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varar við óvæntum ásökunum í garð Harris – „Sjáið bara þessa gölnu sögu um að ég sé að stýra barnaníðshring úr kjallara pitsustaðar“

Varar við óvæntum ásökunum í garð Harris – „Sjáið bara þessa gölnu sögu um að ég sé að stýra barnaníðshring úr kjallara pitsustaðar“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn á bak við margar af vinsælustu vörum Apple vinnur að „leynilegu verkefni“

Maðurinn á bak við margar af vinsælustu vörum Apple vinnur að „leynilegu verkefni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íran gerði loftárás á Ísrael – „Eins og Gaza, Hezbollah og Líbanon þá mun Íran sjá eftir þessari stund“ 

Íran gerði loftárás á Ísrael – „Eins og Gaza, Hezbollah og Líbanon þá mun Íran sjá eftir þessari stund“ 
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýjasti kjarnorkuknúni kafbátur Kínverja sökk

Nýjasti kjarnorkuknúni kafbátur Kínverja sökk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Geimfar SpaceX er farið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar til að sækja tvo geimfara – Kemur til baka í febrúar

Geimfar SpaceX er farið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar til að sækja tvo geimfara – Kemur til baka í febrúar