fbpx
Mánudagur 07.október 2024
Pressan

16 ára sænskur piltur var sendur til Kaupmannahafnar til að drepa einhvern

Pressan
Föstudaginn 13. september 2024 07:00

Strikið í Kaupmannahöfn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir Svíar voru sendir til Kaupmannahafnar og látnir fá handsprengjur og skotvopn. Áttu þeir að drepa fólk í Brønshøj og átti það að vera valið af handahófi.

Þetta kom fram fyrir dómi í Kaupmannahöfn í fyrradag þar sem gæsluvarðhaldskrafa yfir öðrum Svíanum var tekin fyrir. Hann er aðeins 16 ára. Fyrir situr hinn Svíinn, sem er 25 ára, í gæsluvarðhaldi.

Fyrir dómi kom fram að um kvöldmatarleytið þann 13. ágúst hafi þrjár manneskjur, sem ekki er vitað hverjar eru, gengið fram hjá verslun Føtex við Frederikssundvej í Kaupmannahöfn. Svíarnir gengu fyrir aftan fólkið en óþekktir aðilar höfðu gefið þeim fyrirmæli um að drepa fólkið.

Unglingurinn beindi skammbyssunni að fólkinu og tók í gikkinn en byssan stóð á sér og því misheppnaðist morðtilraunin.

Ekstra Bladet segir að í máli saksóknara hafi komið fram að Svíarnir hafi komið til Danmerkur 11. ágúst og þar hafi þeir hitt 41 árs danskan handlangara sem fylgdi þeim á hótel í Albertslund.

Þeir hittu Danann síðan þrisvar sinnum á göngustíg. Daninn lét þá fá rafmagnshjól, handsprengjur og skotvopn og síðan voru þeir sendir af stað til að fremja morð.

Óþekktir aðilar sögðu þeim að setjast á bekk við Branddamen í Brønshøj og ef einhver gæfi sig á tal við þá, áttu þeir að skjóta fólkið og sprengja handsprengjurnar.

Þetta misheppnaðist tvisvar og því voru þeir sendir af stað á nýjan leik þann 13. ágúst. Þá var þeim sagt að drepa fyrrgreinda þremenninga við Føtex. Þegar það misheppnaðist var þeim sagt að fara í Mjølnerparken og drepa einn eða fleiri. Þegar þangað var komið virðast þeir hafa orðið viðskila og síðar um kvöldið var eldri Svíinn handtekinn og var hann þá með handsprengjur í fórum sínum.

Í kjölfar handtöku mannsins komst lögreglan á slóð fyrrgreinds handlangara og annars manns, 25 ára Dana, sem hefur tengsl við skipulögð glæpasamtök.

Danirnir tveir og Svíarnir tveir eru grunaðir um að hafa ætlað að fremja morð í samvinnu við óþekkta aðila.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gróf upp gólfmottu í garðinum en óraði ekki fyrir atburðarásinni sem átti eftir að fara af stað

Gróf upp gólfmottu í garðinum en óraði ekki fyrir atburðarásinni sem átti eftir að fara af stað
Pressan
Í gær

Af hverju lækkum við með aldrinum?

Af hverju lækkum við með aldrinum?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta gerist í líkamanum þegar þú borðar hunang

Þetta gerist í líkamanum þegar þú borðar hunang
Pressan
Fyrir 2 dögum

Keltneskur hjálmur á óvæntum slóðum

Keltneskur hjálmur á óvæntum slóðum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Yngstu fórnarlömb fellibylsins voru þessir tvíburabræður

Yngstu fórnarlömb fellibylsins voru þessir tvíburabræður
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ég sá konuna mína borða svolítið ógeðslegt“ – „Ég get ekki litið hana sömu augum“

„Ég sá konuna mína borða svolítið ógeðslegt“ – „Ég get ekki litið hana sömu augum“