fbpx
Föstudagur 04.október 2024
Pressan

Partý-bæjarstjóri sökuð um gegndarlausa eyðslu skattpeninga – Lúxuspartý, rándýrar vinnuferðir og grunsamlegar færslur á kreditkorti bæjarins

Pressan
Fimmtudaginn 12. september 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæjarstjórinn í Dolton, Illinois, á undir högg að sækja þessa daganna eftir að hún eyddi rúmum 12 milljónum úr sameiginlegum sjóði bæjarbúa til að halda yfirgengilegt partý. Bæjarstjórinn, Tiffany Henyard, skemmti sér konunglega í þessu partý sem fór fram fyrir mánuði síðan, en mæting var þó undir væntingum og þótti öðrum í bæjarráði ekkert réttlæta þessi útgjöld.

Bæjarstjórinn fékk meðal annars tvo frekar þekkta tónlistarmenn til að koma fram og birti svo myndbönd af sjálfri sér þar sem hún söng með tónlistinni og kallaði sjálfa sig „ofur-bæjarstjóra“. Tónlistargestirnir voru söngkonan Keke Wyatt og rapparinn J. Holiday. Wyatt fékk greiddar um 4,3 milljónir og Holiday fékk um 2,8 milljónir. Eins leigði Henyard hoppukastala fyrir tæpa milljón og svo var peningum eins varið í hljóðkerfi, starfsfólk og búnað. Allt í allt fór kostnaðurinn aðeins yfir 12 milljónir.

Einn bæjarbúi hefur fordæmt partýið og kallað það klúður frá a-ö. „Ég er hundfúl. Þetta eru mínir peningar, þetta eru peningar íbúa“

1,3 milljarður af skattpeningum farinn

Henyard hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir eyðslu síðustu mánuði og munu yfirvöld hafa fjármál bæjarins til skoðunar. Íbúar í Dolton eru óánægðir með bæjarstjórann sinn sem þeir kalla einvald sem virði lýðræði að vettugi. Meðal annars má finna í bókhaldi bæjarins rúmlega 6 milljón króna greiðslu til Amazon á einum og sama deginum.

Dolton er hluti af sambandi bæjarfélaga sem kallast Thornton Township sem fer með fjárveitingavald og þar hefur Henyard verið harðlega gagnrýnd fyrir gegndarlausa eyðslu undanfarið. Á síðasta fundi sambandsins neituðu ráðsmenn að samþykkja útgjöld vegna fjölda viðburða sem Henyard hafði á prjónunum svo sem gospel-hátíð og bingó-kvöld. Þess í stað var Henyard hvött til að halda sig innan fjárheimilda.

Henyard hefur svarað gagnrýninni og vísar til þess að aðrir bæjarstjórar á svæðinu séu ekkert að gera til að auðga samfélag sitt. Hún sé að minnsta kosti að skipuleggja viðburði bæjarbúum sínum til dægrastyttingar og gleði. Henyard er formaður sambandsins og neitaði að skrifa samþykkja formlega rannsókn á fjármálum sambandsins og Dolton.

Sambandið ákvað í maí að skipa tilnefna staðgengil fyrir Henyard, neiti hún að framfylgja skyldum sínum. Fyrrum borgarstjóri Chicago, Lori Lightfoot, tók fjármál Dolton til skoðunar og í bráðabirðaniðurstöðum kom fram að fjárhagsstaða Dolton hafi verið jákvæð um 800 milljónir þegar  að Henyard tók við embætti, en í dag sé staðan neikvæð um hálfan milljarð . Eins sýndi Lightfoot fram á að Henyard hafi notað kreditkort bæjarins til að versla við Amazon, Target, Walgreens, Wayfair og aðrar verslanir. Ekki liggi fyrir að þessi kaup hafi verið í þágu bæjarins. Henyard segir ekkert athugavert við þessi viðskipti, hún eigi kvittanir fyrir öllu og muni svara fyrir þessar ásakanir með tíð og tíma.

Sökuð um einræðistilburði

Eins hefur Henyard verið gagnrýnd fyrir að halda bæjarstjórnarfundi fyrir luktum dyrum í trássi við skýra skyldu sína til að leyfa almenningi að fylgjast með því sem þar fer fram. Alríkislögreglan, FBI, mun vera að rannsaka bæjarstjórann eftir að sex einstaklingar leituðu til lögreglu vegna meintra brota Henyard.

„Tiffany er narsissisti. Hún mun gera nákvæmlega það sem henni sýnist. Mér finnst eins og hún viti að fólk sér í gegnum hana núna en hún ætlar ekki að hverfa úr embætti þegjandi og hljóðaljóst heldur berjst með kjafti og klóm eins og MMA-keppandi. Þetta hættir ekki fyrr en hún verður færð í járn,“ sagði annar íbúi við fjölmiðla.

Fyrrum aðstoðarkona bæjarstjórans hefur stigið fram og segist sannfærð um að Henyard sé að misnota vald sitt. Síðustu tvö ár hafi bæjarstjórinn ráðskast með starfsmenn, birgja og íbúa Dolton og notað embætti sitt sér til framdráttar. Á sama tíma ljúgi hún að kjósendum um að allt sé í himnalagi.

„Ég stíg ekki bara fram fyrir sjálfa mig heldur fyrir alla sem hafa orðið fyrir því sem ég upplifi sem ofbeldisfulla framkomu Henyard. Ég trúi því að það séu fleiri þolendur sem hafa orið fyrir hefndaraðgerðum, verið reknir eða sem Henyard hefur logið að, og þeir eiga eftir að stíga fram.“

Henyard hefur eins verið gagnrýnd fyrir tíðar embættisferðir á kostnað bæjarins þar sem hún gistir á lúxushótelum með starfsliði sínu. Eins stofnaði Henyard góðgerðarsjóð og fékk samband bæjarfélaga á Thornton til að styrkja sjóðinn um væna fjárhæð. Sjóðurinn átti að hjálpa fólki með krabbamein. Við nánari skoðun kom á daginn að sjóðurinn var ekki stofnaður fyrr en eftir að samband bæjarfélaga hafði samþykkt að styrkja hann. Henyard hefur eins verið sökuð um gerendameðvirkni eftir að samstarfsmaður  hennar var sakaður af öðrum starfsmanni um kynferðisbrot í vinnuferð. Í stað þess að rannsaka meint atvik ákvað Henyard að reka meintan þolanda.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður kennir fyrrverandi unnustanum um RFK-skandalinn – „Ég þverneita þessum ásökunum“

Blaðamaður kennir fyrrverandi unnustanum um RFK-skandalinn – „Ég þverneita þessum ásökunum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varar við óvæntum ásökunum í garð Harris – „Sjáið bara þessa gölnu sögu um að ég sé að stýra barnaníðshring úr kjallara pitsustaðar“

Varar við óvæntum ásökunum í garð Harris – „Sjáið bara þessa gölnu sögu um að ég sé að stýra barnaníðshring úr kjallara pitsustaðar“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn á bak við margar af vinsælustu vörum Apple vinnur að „leynilegu verkefni“

Maðurinn á bak við margar af vinsælustu vörum Apple vinnur að „leynilegu verkefni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íran gerði loftárás á Ísrael – „Eins og Gaza, Hezbollah og Líbanon þá mun Íran sjá eftir þessari stund“ 

Íran gerði loftárás á Ísrael – „Eins og Gaza, Hezbollah og Líbanon þá mun Íran sjá eftir þessari stund“ 
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýjasti kjarnorkuknúni kafbátur Kínverja sökk

Nýjasti kjarnorkuknúni kafbátur Kínverja sökk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Geimfar SpaceX er farið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar til að sækja tvo geimfara – Kemur til baka í febrúar

Geimfar SpaceX er farið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar til að sækja tvo geimfara – Kemur til baka í febrúar