Faðir 11 ára drengs, sem lést í fyrra í árekstri smárútu og skólabíls, biðlar til Donald Trump og JD Vance að hætta að nota nafn sonar síns í pólitískum tilgangi. Forsetaframbjóðandinn og varaforsetaefni hans hafa ítrekað notað nafn drengsins, Aiden Clark, til að tala gegn innflytjendum, en innflytjandi frá Haítí ók smárútunni sem olli árekstrinum.
Nathan Clark steig fram á fundi borgarráðs í Springfield, Ohio, á þriðjudaginn ásamt konu sinni. Þar sagði Clark: „Ég vildi að sonur minn, Aiden Clark, hefði verið drepinn af sextugum hvítum manni. Ég skal veðja því að enginn hérna hélt að nokkur myndi segja eitthvað svona ónærgætið, en ef slíkur maður hefði drepið 11 ára son minn þá hefðu þessu ágengu hópar af hatursspúandi fólki látið okkur í friði.“
Clark taldi upp stjórnmálamenn á borð við Trump og Vance sem hafi notað nafn Aiden málstað sínum til framdráttar. „Þeir hafa nafngreind son minn og notað dauða hans í pólitískum tilgangi. Þessu verður að linna núna. Þeir mega gubbað út úr sér öllu því hatri sem þeir vilja um ólöglega innflytjendur, krísuna á landamærunum og jafnvel lygum um loðin gæludýr sem eru drepin og étin af meðlimum samfélags okkar. Þeir mega þó ekki, og hafa aldrei mátt, nefna Aiden Clark frá Springfield, Ohio“
Nathan segist tilbúinn að taka við afsökunarbeiðni frá þessum mönnum en til að taka fyrir allan vafa: „Sonur minn, Aiden Clark, var ekki myrtur. Hann lést af slysförum vegna innflytjenda frá Haíti. Þessi harmleikur hefur heyrst um allt samfélagið okkar, ríkið okkar og jafnvel náð eyrum þjóðarinnar. En ekki nota harmleikinn til að réttlæta hatur.“
Nathan segir að það sér hræðilegt sem foreldri að hafa ekki tekist að vernda barnið sitt, en það sé jafnvel verra að geta ekki einu sinni verndað minningu hans.
Vance birti færslu á þriðjudaginn þar sem hann sagði að barn hefði verið myrt af innflytjenda frá Haítí og í sömu færslu fór hann með rangfærslur um að innflytjendur frá Haítí séu að borða gæludýr í Springfield. Framboð Trump hefur eins nefnt Aiden til að skamma mótframbjóðandann, Kamala Harris, fyrir að neita að nafngreinda drenginn.
Aiden lést í ágúst líkt og áður segir í árekstri skólabíls og smárútu sem var ekið af hinum 36 ára Hermanio Joseph. Joseph er fjögurra barna faðir frá Haítí. Rúmlega 20 nemendur slösuðust í slysinu og var Joseph sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi og dæmdur í allt að 13,5 ára fangelsi.