fbpx
Föstudagur 04.október 2024
Pressan

Tim Walz brosti út að eyrum þegar honum var tilkynnt um óvæntan stuðning í beinni útsendingu – „Vá!“

Pressan
Miðvikudaginn 11. september 2024 10:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Á meðan við ræddum saman fékk ég skilaboð og ég ætla að gera mjög ó-sjónvarpslegan hlut og lesa þau fyrir þig í heild sinni, því ég held þú vitir þetta ekki því þetta var að birtast á netinu og sú sem birti þetta er kona sem þú gætir hafa heyrt um, hún heitir Taylor Swift.“

Fréttakona las svo Instagram-færslu Swift þar sem hún lýsti yfir stuðningi við Harris og Walz. Swift skrifaði meðal annars: „Ég kýs Kamala Harris því hún berst fyrir réttindum og málefnum sem að mínu mati þurfa baráttukonu í stafni fyrir. Ég tel að hún sé ákveðin og hæfileikaríkur leiðtogi og trúi að við getum áorkað svo miklu meira í þessu landi ef við erum leidd með ró fremur en óreiðu. Ég varð glöð og dáðist að ákvörðun hennar að velja Tim Walz sem varaforsetaefni, en hann hefur barist fyrir réttindum hinsegin samfélagsins, frjósemisaðstoð og sjálfsákvörðunarrétti kvenna áratugum saman.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Taylor Swift (@taylorswift)

Á meðan fréttakona las upp færslu Swift mátti sjá hvað Walz gladdist mikið yfir þessum stuðningi.

„Vá ég er ótrúlega þakklátur Taylor Swift fyrir það fyrsta. Ég segi það sem kattaeigandi, líkt og hún,“ sagði varaforsetaefnið. Hann tók fram að þetta var vel að orði komið hjá Swift og skilaboð hennar skýr. „Þetta er hugrekkið sem við þurfum í Bandaríkjunum, að fólk þori að standa upp fyrir sannfæringu sinni“

Walz sagðist hafa heyrt sambærilega afstöðu þegar skráðir repúblikanar mættu á landsfund demókrata og frá konum sem vilja að einkalíf þeirra sé virt, en hafi engu að síður stigið fram því þær enduðu í lífshættu eftir að þær fengu ekki að gangast undir þungunarrof.

„Og nú höfum við konu eins og Taylor Swift sem stígur fram og segir þetta sama með skýrum hætti. „Þetta er tækifæri fyrir Swifties [aðdáendur Taylor Swift], kamalaharris.com kíkið þangað, hjálpið okkur okkur og látið hlutina gerast.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður kennir fyrrverandi unnustanum um RFK-skandalinn – „Ég þverneita þessum ásökunum“

Blaðamaður kennir fyrrverandi unnustanum um RFK-skandalinn – „Ég þverneita þessum ásökunum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varar við óvæntum ásökunum í garð Harris – „Sjáið bara þessa gölnu sögu um að ég sé að stýra barnaníðshring úr kjallara pitsustaðar“

Varar við óvæntum ásökunum í garð Harris – „Sjáið bara þessa gölnu sögu um að ég sé að stýra barnaníðshring úr kjallara pitsustaðar“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn á bak við margar af vinsælustu vörum Apple vinnur að „leynilegu verkefni“

Maðurinn á bak við margar af vinsælustu vörum Apple vinnur að „leynilegu verkefni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íran gerði loftárás á Ísrael – „Eins og Gaza, Hezbollah og Líbanon þá mun Íran sjá eftir þessari stund“ 

Íran gerði loftárás á Ísrael – „Eins og Gaza, Hezbollah og Líbanon þá mun Íran sjá eftir þessari stund“ 
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýjasti kjarnorkuknúni kafbátur Kínverja sökk

Nýjasti kjarnorkuknúni kafbátur Kínverja sökk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Geimfar SpaceX er farið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar til að sækja tvo geimfara – Kemur til baka í febrúar

Geimfar SpaceX er farið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar til að sækja tvo geimfara – Kemur til baka í febrúar