fbpx
Föstudagur 04.október 2024
Pressan

Hrottalegt mál skekur þýskan bæ – Fjórir handteknir

Pressan
Miðvikudaginn 11. september 2024 07:30

Þýskur lögreglumaður. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í bænum Iserlohn í Þýskalandi handtók fjóra karlmenn á sunnudaginn en þeir eru grunaðir um hrottalegt ofbeldisverk.

Samkvæmt frétt Bild þá nauðguðu mennirnir þrítugum karlmanni og pyntuðu hann. Þegar lögreglan fann manninn, lá hann á hnjánum og var bundinn á höndunum.

Fjöldi fólks heyrði manninn kalla á hjálp og hringdi í lögregluna. Maðurinn var alvarlega slasaður og var strax fluttur á sjúkrahús.

Nokkrum klukkustundum síðar voru fjórir karlmenn handteknir vegna málsins. Einn þeirra er danskur ríkisborgari og þrír eru hollenskir ríkisborgarar. Þeir eiga það sameiginlegt með fórnarlambinu að vera íranskir að uppruna.

Hinir handteknu eru sagðir vera stuðningsmenn írönsku klerkastjórnarinnar en fórnarlambið ekki.  Eru þeir sagðir hafa viljað niðurlægja fórnarlambið. Ekki liggur fyrir hvort fórnarlambið þekkti ofbeldismennina.

Fjórmenningarnir, sem eru 24, 34, 42 og 46 ára, fundust í nærliggjandi skógi en lögreglan leitaði þeirra úr lofti. Ekki er talið útilokað að tveir menn til viðbótar hafi tekið þátt í ofbeldisverkinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður kennir fyrrverandi unnustanum um RFK-skandalinn – „Ég þverneita þessum ásökunum“

Blaðamaður kennir fyrrverandi unnustanum um RFK-skandalinn – „Ég þverneita þessum ásökunum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varar við óvæntum ásökunum í garð Harris – „Sjáið bara þessa gölnu sögu um að ég sé að stýra barnaníðshring úr kjallara pitsustaðar“

Varar við óvæntum ásökunum í garð Harris – „Sjáið bara þessa gölnu sögu um að ég sé að stýra barnaníðshring úr kjallara pitsustaðar“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn á bak við margar af vinsælustu vörum Apple vinnur að „leynilegu verkefni“

Maðurinn á bak við margar af vinsælustu vörum Apple vinnur að „leynilegu verkefni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íran gerði loftárás á Ísrael – „Eins og Gaza, Hezbollah og Líbanon þá mun Íran sjá eftir þessari stund“ 

Íran gerði loftárás á Ísrael – „Eins og Gaza, Hezbollah og Líbanon þá mun Íran sjá eftir þessari stund“ 
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýjasti kjarnorkuknúni kafbátur Kínverja sökk

Nýjasti kjarnorkuknúni kafbátur Kínverja sökk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Geimfar SpaceX er farið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar til að sækja tvo geimfara – Kemur til baka í febrúar

Geimfar SpaceX er farið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar til að sækja tvo geimfara – Kemur til baka í febrúar