Samkvæmt frétt Bild þá nauðguðu mennirnir þrítugum karlmanni og pyntuðu hann. Þegar lögreglan fann manninn, lá hann á hnjánum og var bundinn á höndunum.
Fjöldi fólks heyrði manninn kalla á hjálp og hringdi í lögregluna. Maðurinn var alvarlega slasaður og var strax fluttur á sjúkrahús.
Nokkrum klukkustundum síðar voru fjórir karlmenn handteknir vegna málsins. Einn þeirra er danskur ríkisborgari og þrír eru hollenskir ríkisborgarar. Þeir eiga það sameiginlegt með fórnarlambinu að vera íranskir að uppruna.
Hinir handteknu eru sagðir vera stuðningsmenn írönsku klerkastjórnarinnar en fórnarlambið ekki. Eru þeir sagðir hafa viljað niðurlægja fórnarlambið. Ekki liggur fyrir hvort fórnarlambið þekkti ofbeldismennina.
Fjórmenningarnir, sem eru 24, 34, 42 og 46 ára, fundust í nærliggjandi skógi en lögreglan leitaði þeirra úr lofti. Ekki er talið útilokað að tveir menn til viðbótar hafi tekið þátt í ofbeldisverkinu.