Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu, KCNA, greindi frá þessu í morgun.
Þjóðhátíðardagur Norður-Kóreu var haldinn í gær en þá voru 76 ár liðin síðan ríkið fékk sjálfstæði. Í ræðu sem Kim hélt í tilefni af hátíðarhöldunum sagði hann að Norður-Kóreumenn þyrftu að vera við öllu búnir til að tryggja öryggi landsins og liður í því væri að stækka vopnabúrið.
Kim nefndi sérstaklega ógn frá Bandaríkjunum og bandaþjóðum þeirra í álfunni.