fbpx
Laugardagur 12.október 2024
Pressan

JD Vance básúnar furðulegri samsæriskenningu um ketti og innflytjendur

Pressan
Þriðjudaginn 10. september 2024 10:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Varaforsetaefni repúblikana, JD Vance, lætur ekki staðreyndir vefjast fyrir sér í kosningabaráttunni heldur á það til að slengja fram ýmsum áróðri sem heilögum sannleik. Nú hefur hann vakið athygli fyrir fullyrðingar um að innflytjendur frá Haiti séu að veiða heimilisketti í umhverfi sínu og leggja sér til munns, sem og gæsir og endur.

Vance sagði í færslu á samfélagsmiðlum í gær að hann hafi áður vakið athygli á þessu vandamáli. Innflytjendur frá Haiti séu að valda usla í Springfield. Svo bætti varaforsetaefnið við: „Nú hafa skýrslur sýnt að fólk hefur lent í því að gæludýrum þeirra er rænt og þau svo étin af fólki sem ætti ekki að vera í þessu landi.“

Öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz hefur eins deilt færslum um þessa furðulegu fullyrðingu sem og Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins X. Cruz birti jarm á X þar sem mátti sjá tvo ketti halda utan um hvor annað með textanum: „Í guðanna bænum kjósið Trum svo innflytjendur frá Haiti éti okkur ekki“

Upplýsingafulltrúi Springfield-borgar segir þó í samtali við fjölmiðla að það séu engar slíkar skýrslur til og þvert á móti hafi borgaryfirvöldum ekki borist  nokkrar ásakanir um að innflytjendur séu að skaða gæludýr.

„Til að bregðast við nýlegum sögusögnum um meinta saknæma háttsemi innflytjenda í borginni okkar, þá viljum við koma því á hreint að það hafa ekki verið nein staðfest tilvik eða tilkynningar um að gæludýr hafi verið drepinn, sköðuð eða misnotuð af einstaklingum úr innflytjendasamfélagi okkar.“

Talið er að sögusagnirnar megi rekja til færslu sem birtist upprunalega í hóp Springfield-búa á Facebook. Þessi færsla fór á mikið flug en þar segir ónefnd manneskja frá því að dóttir nágranna hennar hafi týnt ketti sínum og síðar fundið köttinn hangandi í tré nærri húsi annarra nágranna sem koma frá Haiti. Fjölmiðlar hafa reynt að fá þessa frásögn staðfesta en ekki borið erindi sem erfiði.

Síðan hefur myndefni farið í dreifingu af ótengdu atviki þar sem kona í Ohio var sökuð um að hafa drepið og borðað kött í borginni Canton sem er í töluverðri fjarlægð frá Springfield. Sú kona, Allexis Telia Ferrell, er þó ekki innflytjandi og hefur búið í Ohio í 18 ár.

Eins hafa netverjar dreift myndum sem gervigreind bjó til. Á einni má sjá forsetaframbjóðanda repúblikana, Donald Trump, halda á kött í hvorri hendi á meðan hann hleypur í gegnum hóp af svörtu fólki. Með myndinni er textinn: „Kettlingar Springfield eiga aðeins eina von“

Vance hafði áður fengið kattasamfélagið í Bandaríkjunum á móti sér með ummælum sínum um barnlausar kattakonur þar sem hann gaf til kynna að konur sem kjóa að eiga kött en vilja ekki börn væru einhvern veginn minna virði heldur en mæður. Eins hefur Vance gengið svo langt að halda því fram að barnlausar konur séu hreinlega andlega veikar. Bæði hann og Trump hafa lofað fjöldabrottvísunum innflytjenda nái þeir kjöri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dýrkeypt partý hjá syni norsku krónprinsessunnar – Dýrmætum silfurbúnaði stolið af heimili krónprinshjónanna

Dýrkeypt partý hjá syni norsku krónprinsessunnar – Dýrmætum silfurbúnaði stolið af heimili krónprinshjónanna
Pressan
Í gær

„Kynferðislegt rándýr“ lofaði stúlku aupair-starfi – Fékk lífstíðarfangelsi fyrir brot gegn henni

„Kynferðislegt rándýr“ lofaði stúlku aupair-starfi – Fékk lífstíðarfangelsi fyrir brot gegn henni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpar sprengju í nýrri bók: Töldu miklar líkur á að Rússar myndu beita kjarnavopnum

Varpar sprengju í nýrri bók: Töldu miklar líkur á að Rússar myndu beita kjarnavopnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hundur eða maður? – Netverjar klóra sér í kollinum yfir furðulegu myndbandi

Hundur eða maður? – Netverjar klóra sér í kollinum yfir furðulegu myndbandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Birta myndband af því þegar þeir flugu inn í fellibylinn

Birta myndband af því þegar þeir flugu inn í fellibylinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norðmenn íhuga að reisa girðingu á landamærunum að Rússlandi

Norðmenn íhuga að reisa girðingu á landamærunum að Rússlandi