fbpx
Föstudagur 04.október 2024
Pressan

Dularfullur hópur borgaði áhrifavöldum milljónir til að dreifa kynferðislegum rógburði um Kamala Harris

Pressan
Þriðjudaginn 10. september 2024 17:30

Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ótrúlegustu sögusagnir fóru á flug um Kamala Harris eftir að hún tók við sem forsetaefni demókrata er Joe Biden Bandaríkjaforseti steig til hliðar. Margar þessar sögur snerust um kyn hennar og var látið að því liggja að hún hefði komist til metorða með því að veita kynferðislega greiða og jafnvel var því haldið fram að hún hafi á einum tíma starfað sem fylgdarkona og jafnvel vændiskona.

Nú hefur komið á daginn að dularfullur hópur manna hafi staðið fyrir mikið af svæsnustu sögunum, en þessi hópur borgaði áhrifavöldum milljónir til að dreifa rógburðinum. Semafor greinir frá því að í júlí hafi öfga hægri öfl smalað saman hópi áhrifavalda til að dreifa í sumar íhaldssömum boðskap Donald Trump og tala gegn Joe Biden. Þessir áhrifavaldar fengu svo tölvupóst í sumar þar sem þeir voru beðnir um að dreifa litríkum kynferðislegum sögum um Harris. Fyrir vikið myndu áhrifavaldarnir fá greiddar milljónir í gegnum stafrænu greiðslugáttina Zelle.

Titil tölvupóstsins var: Stríðsherbergið – Skilaboð um Kamala. Þessum póst fylgdi boð á Zoom fund með aðila sem fór fyrir þessum dularfulla hóp. Maðurinn kallaði sig James Bacon og bað áhrifavaldana um að hafa slökkt á vefmyndavélum sínum og bað þá þar að auki að gefa ekki upp nein nöfn.

Semafor segir að einum aðila á þessum fund hafi þó tekist að bera kennsl á einn mann sem mótmælti því að dreifa kynferðislegum sögum um Harris. Þetta mun hafa verið fyrrum þingmaðurinn George Santos sem hefur fallið í ónáð meðal repúblikana. Santos hafi mótmælt og svo yfirgefið fundinn.

Meðal annars voru þessir áhrifavaldar beðnir um að gera færslur þar sem Harris væri borin saman við hina alræmdu Hawk Tuah-stúlku, sem setti internetið á hliðina með kynlífslýsingum.

Neitar að kalla forsetaframbjóðanda hóru

Santos staðfestir í samtali við Independent að honum hafi verið boðið á þennan Zoom-fund og ákveðið að slá til þar sem hann var forvitinn. Hann varð þó sleginn þegar fundarefnið kom í ljós. Skipuleggjendur fundar hafi meðal annars lagt til að kalla Harris vændiskonu og þá hafi Santos mótmælt. Skilaboð fundarins hafi verið klámfengin, viðurstyggileg og ósæmandi stjórnmálaumræðu. Því hafi Santos yfirgefið fundinn.

„Ekkert í þessum heimi gæti fengið mig til að rægja Harris varaforseta eða nokkurn sem er að bjóða sig fram til embættis með ærumeiðandi kynferðislegum áburði. Það er fyrir neðan þá virðingu sem Bandaríkjamenn eiga skilið. Ef þú færð borgað fyrir þetta, alveg sama hvað, þá réttlætir samt ekkert það að kalla manneskju sem er að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna hóru.“

Fjölmiðlum hefur ekki tekist að bera kennsl á þann sem fer fyrir þessum dularfulla hóp en nafnið James Bacon er þó ekki skáldað heldur starfaði maður með þetta nafn sem aðstoðarmaður Trump og hefur eins starfað fyrir hinn alræmdu Heritage-samtök sem standa fyrir 2025 verkefninu svokallaða. Þeir aðilar sem voru á Zoom-fundinum og hafa rætt við fjölmiðla undir nafnleynd segja þó að sá James Bacon sem hafi verið á fundinum sé ekki með sömu rödd og hinn raunverulegi James Bacon. Semafor reyndi að senda póst á netfangið sem var notað til að skipuleggja fundinn og símanúmer sem var gefið upp. Símanúmerið var fljótlega aftengt eftir að Semafor hafði samband.

Rétt eftir að Harris tók við sem forsetaefni fóru sögur um kynlíf Harris á flug. Hún var meðal annars vænd um framhjáhald, að nota kynlíf sér til framdráttar og áfram mætti lengi telja. Meðal annars hefur Donald Trump deilt ásökunum um að Harris hafi veitt kynferðislega greiða í skiptum fyrir völd.

Einn aðili sem ræddi við Semafor sagðist hafa fengið allt að 2,8 milljónir fyrir ærumeiðandi færslur um Harris. Þessar greiðslur hafi komið frá nafnlausum, ríkum Bandaríkjamanni.

Sami hópur hvatti einnig til árása á Juan Merchan, dómari sem fer með sakamál gegn Trump sem er rekið í New York, og eins var hvatt til þess að áhrifavaldarnir birtu færslur þar sem Biden var sakaður um að vera aumur maður sem og færslur um að demókratar séu að vopnvæða ríkisvaldið gegn íhaldinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður kennir fyrrverandi unnustanum um RFK-skandalinn – „Ég þverneita þessum ásökunum“

Blaðamaður kennir fyrrverandi unnustanum um RFK-skandalinn – „Ég þverneita þessum ásökunum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varar við óvæntum ásökunum í garð Harris – „Sjáið bara þessa gölnu sögu um að ég sé að stýra barnaníðshring úr kjallara pitsustaðar“

Varar við óvæntum ásökunum í garð Harris – „Sjáið bara þessa gölnu sögu um að ég sé að stýra barnaníðshring úr kjallara pitsustaðar“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn á bak við margar af vinsælustu vörum Apple vinnur að „leynilegu verkefni“

Maðurinn á bak við margar af vinsælustu vörum Apple vinnur að „leynilegu verkefni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íran gerði loftárás á Ísrael – „Eins og Gaza, Hezbollah og Líbanon þá mun Íran sjá eftir þessari stund“ 

Íran gerði loftárás á Ísrael – „Eins og Gaza, Hezbollah og Líbanon þá mun Íran sjá eftir þessari stund“ 
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýjasti kjarnorkuknúni kafbátur Kínverja sökk

Nýjasti kjarnorkuknúni kafbátur Kínverja sökk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Geimfar SpaceX er farið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar til að sækja tvo geimfara – Kemur til baka í febrúar

Geimfar SpaceX er farið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar til að sækja tvo geimfara – Kemur til baka í febrúar