Live Science segir að grjótið hafi verið tekið af yfirborði tunglsins og flutt til jarðarinnar með kínverska Chang‘e 5 geimfarinu árið 2020. Inni í þeim eru kristallar fullir af „vökva sameindum“.
Í grjóti, sem Apollo geimför NASA, fluttu til jarðarinnar á sjöunda og áttunda áratugnum fundust engin ummerki um vatn. Það varð til þess að vísindamenn töldu að mest allur jarðvegurinn á tunglinu sé þurr. En gervitungl hafa á síðari árum fundið ummerki um vatn á tunglinu, aðallega nærri pólum þess.
Kínversku vísindamennirnir skýra frá niðurstöðu rannsóknar sinnar í vísindaritinu Nature Astronomy og segja að loksins hafi fundist sönnun fyrir því að vatn leynist á tunglinu. Þetta getur hugsanlega lagt grunninn að vinnslu vatns þar í framtíðinni og byggingu bækistöðva fyrir fólk.
Höfundarnir segja einnig að rannsóknin bendi til að „vatnssameindir geti verið að finna á þeim svæðum, þar sem sólar nýtur, í formi þurrs salts“.