fbpx
Þriðjudagur 17.september 2024
Pressan

Bandaríkin, Kanada og Finnland ætla að smíða ísbrjóta saman

Pressan
Sunnudaginn 1. september 2024 13:30

Ísbrjótur að störfum. Mynd:Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkin ætla ekki lengur að vera eftirbátar þegar kemur að því að vera með ísbrjóta á norðurheimskautasvæðinu. Í samvinnu við Kanada og Finnland ætla Bandaríkin að setja mikinn kraft í smíði ísbrjóta.

Þetta var ákveðið þegar leiðtogar NATÓ-ríkjanna funduðu í Washington nýlega. Hefur verkefnið fengið nafnið „Icebreaker Collaboration Effort“.

Í fréttatilkynningu frá Hvíta húsinu kemur fram að þetta samvinnuverkefni eigi að styrkja skipasmíðaiðnað ríkjanna þriggja sem og tengsl þeirra hvað varðar öryggismál og efnhag.

Í framtíðinni er hugsunin einnig að bandalagsríki ríkjanna þriggja geti keypt ísbrjóta af þeim.

Sérfræðingar segja að verkefnið sé merki um að Bandaríkin vilji nú styrkja ísbrjótaflota sinn á norðurheimskautasvæðinu en hann er kominn til ára sinna og er ekki öflugur. Þetta er gert til að mæta aukinni samvinnu Rússa og Kínverja á svæðinu en ríkin eiga mun öflugri flota ísbrjóta en Bandaríkjamenn.

Bandaríkjamenn eiga tvo ísbrjóta, sem eru báðir um það bil komnir á eftirlaunaaldur, en Kanadamenn eiga níu og Finnar 12. Rússar eiga 36.

Daleep Singh, öryggisráðgjafi í Hvíta húsinu, sagði að af þessum sökum verði að hefja smíði ísbrjóta á Vesturlöndum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys í Árborg
Pressan
Í gær

Loftsteinn á stærð við skýjakljúf þýtur nærri jörðinni á morgun

Loftsteinn á stærð við skýjakljúf þýtur nærri jörðinni á morgun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fegurðardrottningin sem rændi og nauðgaði trúboðanum

Fegurðardrottningin sem rændi og nauðgaði trúboðanum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segjast hafa búið til „loftslagsvænt smjör“ á tilraunastofu og það bragðist eins og „ekta smjör“

Segjast hafa búið til „loftslagsvænt smjör“ á tilraunastofu og það bragðist eins og „ekta smjör“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók viðtöl við 70 foreldra barna sem hafa náð góðum árangri í lífinu – Þetta gerðu þau

Tók viðtöl við 70 foreldra barna sem hafa náð góðum árangri í lífinu – Þetta gerðu þau
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hótar að „sökkva“ Bretlandi með ofurhljóðfráum eldflaugum     

Hótar að „sökkva“ Bretlandi með ofurhljóðfráum eldflaugum     
Pressan
Fyrir 4 dögum

Uppruni sögusagnanna um gæludýraát innflytjenda afhjúpaður

Uppruni sögusagnanna um gæludýraát innflytjenda afhjúpaður