fbpx
Þriðjudagur 10.september 2024
Pressan

Óvenjulegt dómsmál – Eignaðist konan tvíbura eða ekki?

Pressan
Föstudaginn 9. ágúst 2024 04:00

Eignaðist hún tvíbura eður ei?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómarinn sagði málið „vandræðalegt“ og „óvenjulegt“ þegar hann kvað upp úrskurð sinn. Málið snýst um að maður einn krafðist þess að fá að eiga samskipti við tvíburasyni sína. En fyrrum unnusta hans, sem hann segir móður drengjanna, sagðist aldrei hafa eignast tvíbura og ekki heldur eitt barn.

Maðurinn sagðist vera faðir tvíburadrengja sem búi hjá móður sinni eða fjölskyldu hennar en að þau hafi falið drengina fyrir honum og samfélaginu frá fæðingu.

Maðurinn sagði að konan hafi sagt honum að hún væri barnshafandi og hefði farið til ljósmóður og að hún hefði sagt honum frá þyngd drengjanna eftir fæðingu þeirra og að þeir líktust honum.

En konan sagði dómstólnum í Lundúnum að hún hafi aldrei verið barnshafandi og að maðurinn hafi skáldað þetta til að „hefna“ sína á henni eftir að hún kærði ættingja hans til lögreglunnar.

Hún sagði að á meðan á sambandi þeirra stóð hafi hann verið stjórnsamur og hafi þvingað hana til eins og annars.

Sky News segir að dómarinn, Emma Arbuthnot, hafi sagt málið „vandræðalegt“ og „óvenjulegt“ og að „henni fyndist hún hafa rambað inn í annan veruleika“ á meðan á málsmeðferðinni stóð.

Í dómsniðurstöðunni sagði hún að „sterkar sannanir“ væru fyrir að konan hefði verið barnshafandi og að „hún hefði viljað leyna því“ og að „ákveðnar sannanir væru fyrir að minnsta kosti eitt barn hefði fæðst“.

En hún sagði einnig að „ónægar sannanir“ væru fyrir því að konan hefði eignast tvíbura og að „hún geti ekki sagt“ hvar barnið sé núna.

„Þetta er óvenjulegt mál því annað hvort maðurinn eða konan hafa logið um þungunina og fæðingu barnanna í þrjú ár. Lygar annars þeirra hafa verið flóknar, viðvarandi og mjög vel undirbúnar og framkvæmdar,“ skrifaði hún í úrskurðinum.

Vitni sagðist hafa séð konuna þegar hún var barnshafandi og hafi síðar séð hana með barn í bíl.

En ekkert fannst í opinberum skrám um að konan hefði eignast barn eða börn.

Maðurinn sagði að konan hafi sýnt honum myndir, niðurstöður ómskoðunar og önnur skjöl varðandi þungunina og fæðinguna.

Heimilislæknir konunnar hafði engar upplýsingar um að hún hafi verið þunguð en dómarinn sagði að gögn sýni að konan hafi haft samband við einkasjúkrahús til að spyrjast fyrir um eitt og annað tengt þungun og fæðingu. Einnig sagði dómarinn í niðurstöðu sinni að konan hafi farið fram á að læknaskýrslur hennar yrðu ekki geymdar hjá hinu opinbera heilbrigðiskerfi og að það hafi verið hluti af tilraunum hennar til að „leyna þungun“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afinn varpar sprengju: „Hann þarf að fá dauðarefsingu“

Afinn varpar sprengju: „Hann þarf að fá dauðarefsingu“
Pressan
Í gær

Flugdólgur fékk makleg málagjöld

Flugdólgur fékk makleg málagjöld
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessa yfirnáttúrulegu atburði hafa vísindin ekki getað skýrt

Þessa yfirnáttúrulegu atburði hafa vísindin ekki getað skýrt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vissir þú að það er hægt að nota kartöfluvatnið til margra hluta?

Vissir þú að það er hægt að nota kartöfluvatnið til margra hluta?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólastúlka fann 200 milljóna ára gömul fótspor risaeðlu

Skólastúlka fann 200 milljóna ára gömul fótspor risaeðlu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegur launamunur – Forstjórar eru með 120 sinnum hærri laun en meðallaun fólks eru

Ótrúlegur launamunur – Forstjórar eru með 120 sinnum hærri laun en meðallaun fólks eru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump hefur loksins viðurkennt ósigurinn 2020 og öfga hægrimenn eru brjálaðir – „Hvers vegna mætti fólk þann 6. janúar?“

Trump hefur loksins viðurkennt ósigurinn 2020 og öfga hægrimenn eru brjálaðir – „Hvers vegna mætti fólk þann 6. janúar?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sæmdarkúgun hafði skelfilegar afleiðingar: Nígerískir bræður fengu þunga dóma í Bandaríkjunum

Sæmdarkúgun hafði skelfilegar afleiðingar: Nígerískir bræður fengu þunga dóma í Bandaríkjunum