fbpx
Þriðjudagur 10.september 2024
Pressan

Íbúar Kursk biðja Pútín um hjálp, herinn sé að ljúga að forsetanum og hafi enga stjórn á innrás Úkraínu – „Við erum skilin ein eftir“

Pressan
Föstudaginn 9. ágúst 2024 11:03

Pútín er öskureiður vegna innrásar Úkraínumanna í Kúrsk og hugsar Zelenskyy eflaust þegjandi þörfina.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraína réðst óvænt inn í rússneska héraðið Kursk við landamæri landanna tveggja á miðvikudaginn. Misvísandi upplýsingar hafa komið frá embættismönnum Rússlands um hversu fjölmennt herlið Úkraínumanna en þær tölur sem hafa verið nefndar eru á bilinu 300-1000 hermenn. Rússlandsforseti, Vladimir Pútín, hefur sagt að ástandið sé ekki alvarleg og að rússneski herinn sé með fulla stjórn á aðstæðum. Þetta verðist þó ekki vera rétt en íbúar í Kursk, þar sem um 3.000 hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna átakanna, birtu í gær myndband þar sem þau biðla til Pútíns að hjálpa þeim.

Íbúarnir segja að ráðgjafar Pútíns hafi logið að honum um stöðuna, rússneski herinn sé ekki með stjórn á aðstæðum og héraðið þurfi hjálp. Átökin séu mun harðari en embættismenn hersins láti að liggja.

Myndbandið birtist í gær og þar má sjá á þriðja tug íbúa biðla af örvæntingu til forseta síns. Þau segja að rússneski herinn sé að gera lítið úr alvarlegri stöðu í skýrslum sínum til Pútíns, en íbúar séu í raunverulegri hættu.

Íbúarnir segja að árásir Úkraínu hafi rústað heimilum þeirra, nú séu þau heimilislaus og eigi erfitt með að nálgast sannar fréttir um stöðuna hjá rússneskum miðlum, sem sæta strangri ritskoðun yfirvalda, heldur þurfa að reiða sig á samfélagsmiðilinn Telegram til að fá upplýsingar. Margir íbúar eigi erfitt með nálgast persónuskilríki sín þar sem þau hafi þurft að rýma heimili sín í miklum flýti. Íbúar eru ómyrkir í máli og segja að yfirvöld í Rússlandi hefðu mátt og átt að vita að Úkraína væri að safna saman herliði við landamærin.

„Við erum skilin ein eftir með börnin okkar og enga undankomu, án aðstoðar, án peninga. Við flúðum með ekkert annað en fötin sem við vorum klædd í,“ sagði ein kona í myndbandinu samkvæmt þýðingu CNN.

Einn maður beindi máli sínu beint til Pútíns og sagði að fólk í bænum Guevo, þar sem átök eiga sér stað, hafi verið þvinguð af yfirvöldum til að rýma eignir sínar en svo yfirgefin á miðju átakasvæði. Erfitt er að fá raunsanna mynd af stöðunni þar sem Rússland gerir lítið úr aðstæðum á meðan Úkraína ýkir þær. Óháðir rannsakendur hafa þó nýtt færslur íbúa á samfélagsmiðlum til að reyna að varpa ljósi á aðstæður og telja að Guevo sé nú alfarið undir stjórn Úkraínu.

Forseti Úkraínu Volodymyr Zelenskyy sagði í ávarpi í gær að tími sé kominn til að Rússar fái að upplifa það sem hefur undanfarin ár átt sér stað í Úkraínu.

Herbloggar sem gengur undir nafninu VChK-OPGU og mun hafa tengsl við rússneska herinn segir að himininn yfir Kursk sé undirlagður úkraínskum drónum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta eru merki um að þú glímir hugsanlega við áfengisvanda

Þetta eru merki um að þú glímir hugsanlega við áfengisvanda
Pressan
Í gær

Svona skeinir þú þig „rétt“ að sögn sérfræðings

Svona skeinir þú þig „rétt“ að sögn sérfræðings
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugvélin sem hvarf algjörlega

Flugvélin sem hvarf algjörlega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir gerði sig sekan um ótrúleg mistök þegar hann fjarlægði rangt líffæri

Læknir gerði sig sekan um ótrúleg mistök þegar hann fjarlægði rangt líffæri