fbpx
Þriðjudagur 10.september 2024
Pressan

Hjúkrunarfræðingur sér þetta hvað eftir annað – Hvetur fólk til að gera þetta

Pressan
Föstudaginn 9. ágúst 2024 04:00

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsfólk á sjúkrahúsum og starfsfólk á líknardeildum. Þetta er hópur fólks sem sér oft þegar líf einstaklings fjarar hægt og rólega út.

Það er óhjákvæmilegur hluti lífsins að við deyjum og stundum þurfum við að horfast í augu við að einhver nákominn okkur deyr. Það getur verið maki, foreldri, systkini, börn eða nánir vinir.

En þrátt fyrir að dauðinn sé hluti af lífi okkar, þá er hann umvafinn ákveðinni dulúð og þegar allt kemur til alls þá er svo margt tengt dauðanum sem við skiljum ekki.

Á samfélagsmiðlinum Reddit var dauðinn ræddur og var meðal annars spurt út í reynslu þeirra sem eru oft við hlið sjúklinga á dánarbeðinum. Þetta er auðvitað starfsfólk á sjúkrahúsum og líknardeildum.

Sumir sögðust hafa verið við hlið feðra sem óskuðu þess á dánarbeðinum að þeir hefðu verið meira til staðar fyrir börnin sín en aðrir sáu eftir að hafa ekki hugsað vel um heilsuna þegar þeir voru ungir.

Hjúkrunarfræðingur einn kom með hvatningu til allra þeirra sem eiga ættingja sem liggur banaleguna: „Sumir vilja bara að fjölskyldan sætti sig við að þeir sleppi takinu og deyi. Ég var með mann með ólæknandi krabbamein sem brotnaði grátandi saman eftir að dætur hans yfirgáfu sjúkrastofuna því þær vildi að hann myndi „berjast áfram“ en hann vildi „bara hvílast og deyja í friði“.“

„Lærið hvenær á að sleppa takinu,“ skrifaði hún einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta eru merki um að þú glímir hugsanlega við áfengisvanda

Þetta eru merki um að þú glímir hugsanlega við áfengisvanda
Pressan
Í gær

Svona skeinir þú þig „rétt“ að sögn sérfræðings

Svona skeinir þú þig „rétt“ að sögn sérfræðings
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugvélin sem hvarf algjörlega

Flugvélin sem hvarf algjörlega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir gerði sig sekan um ótrúleg mistök þegar hann fjarlægði rangt líffæri

Læknir gerði sig sekan um ótrúleg mistök þegar hann fjarlægði rangt líffæri