fbpx
Þriðjudagur 10.september 2024
Pressan

Vilja meiri skóg til að halda aftur af loftslagsbreytingunum – Það er bara eitt stórt vandamál

Pressan
Miðvikudaginn 7. ágúst 2024 08:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meira skóglendi á að vera hluti af lausninni á loftslagsvandanum en það er eitt stórt vandamál við það: Skógarnir brenna í sífellt meira mæli, einnig á norðurhvelinu. Það losnar um mikið magn CO2 í skógareldum og það á sinn þátt í að gera loftslagsbreytingarnar enn verri og það leiðir af sér enn fleiri skógarelda.

Miklir skógareldar, sem geisa nú í Bandaríkjunum og Kanada, eru hugsanlega viðvörun um hvað bíður okkar í framtíðinni. SÞ segja að það sé útlit fyrir að skógareldum fjölgi um 50% og að þeir herji einnig á skóga á norðurhvelinu.

FAO, matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ, sendi nýlega frá sér skýrslu um skóga heimsins, ”The state of the world’s forests”. Í henni er sjóninni beint að sífellt fleiri skógareldum og varað við afleiðingunum. Niðurstaða skýrslunnar er að loftslagsbreytingarnar geri skógana viðkvæmari fyrir eldum og sjúkdómum. Jótlandspósturinn skýrir frá þessu.

FAO segir að 338 milljónir hektara skóglendis hafi brunnið á síðasta ári. Það svarar til þess að allt Ísland hefði brunnið 45 sinnum. Í raun er umfangið mun meira, því margir minni eldar eru ekki skráðir.

FAO kemst að þeirri niðurstöðu að bæði tíðni og styrkleiki skógarelda fari vaxandi og þeir herji á svæði sem hafa að mestu sloppið fram að þessu.

Samantekt FAO sýnir að umfang gróðurelda á norðurhvelinu á síðasta ári var meira en nokkru sinni áður. Aðalástæðan er að loftslagsbreytingarnar gera að verkum að eldarnir breiðast lengra til norðurs, til nálatrjáskóganna sem liggja eftir breiðu belti í gegnum Norður-Evrópu, Síberíu, Kanada og norðurhluta Bandaríkjanna.

Á síðasta ári voru 6.868 skógareldar skráðir í Kanada og brunnu 14,9 milljónir hektara. FAO segir að umfang eldanna hafi verið fimm sinnum meira en venjulega.

Í skýrslunni er varað við hættunni á að skógareldarnir þrói vonda hringrás: Loftslagsbreytingar í formi hitabylgna og þurrka valdi skógareldum, það leiðir til meiri losunar CO2 sem aftur ýtir undir loftslagsbreytingarnar og veldur enn fleiri skógareldum.

Á grunni gervihnattarmynda er talið að skógareldarnir á síðasta ári hafi losað 6.687 megatonn af CO2 út í andrúmsloftið. Það er tvöfalt meira magn en ESB-ríkin 27 losuðu út í andrúmsloftið við brennslu jarðefnaeldsneytis.

Loftslagsbreytingarnar gera skógana einnig viðkvæmari fyrir sjúkdómum og meindýrum á borð við bjöllur. Grunur leikur á að bjöllur hafi átt hlut að máli varðandi hinn mikla skógareld sem geisar nærri bænum Japser, sem er austan við Klettafjöll í Kanada. Þetta er bara einn margra skógarelda á svæðinu en hann hefur verið óvenjulega öflugur og hafa eldtungurnar náð allt að 100 metra hæð yfir trjátoppana. Stór hluti af Jasper er rjúkandi rústir. Edmonton Journal segir að miklar árásir bjallna á skóginn á síðustu árum hafi gert að verkum að óvenjulega mörg tré hafi drepist á margra milljóna hektara stóru svæði. Þessi mörgu dauðu, skraufaþurru tré gætu hafa ýtt undir styrkleika eldsins.

Margir sérfræðingar telja þó að aðalástæða eldsins sé tengd loftslagsbreytingunum. Þurrkar í vesturhluta Kanada í bland við þriggja vikna hitabylgju hafi þurrkað skógana og að eldingu hafi slegið niður sem kveikti eldinn.  Eldurinn var svo öflugur að hann sjálfur myndaði þrumuveður sem hafði vinda og eldingar í för með sér, sem héldu eldhafinu við eða styrktu það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afinn varpar sprengju: „Hann þarf að fá dauðarefsingu“

Afinn varpar sprengju: „Hann þarf að fá dauðarefsingu“
Pressan
Í gær

Flugdólgur fékk makleg málagjöld

Flugdólgur fékk makleg málagjöld
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessa yfirnáttúrulegu atburði hafa vísindin ekki getað skýrt

Þessa yfirnáttúrulegu atburði hafa vísindin ekki getað skýrt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vissir þú að það er hægt að nota kartöfluvatnið til margra hluta?

Vissir þú að það er hægt að nota kartöfluvatnið til margra hluta?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólastúlka fann 200 milljóna ára gömul fótspor risaeðlu

Skólastúlka fann 200 milljóna ára gömul fótspor risaeðlu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegur launamunur – Forstjórar eru með 120 sinnum hærri laun en meðallaun fólks eru

Ótrúlegur launamunur – Forstjórar eru með 120 sinnum hærri laun en meðallaun fólks eru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump hefur loksins viðurkennt ósigurinn 2020 og öfga hægrimenn eru brjálaðir – „Hvers vegna mætti fólk þann 6. janúar?“

Trump hefur loksins viðurkennt ósigurinn 2020 og öfga hægrimenn eru brjálaðir – „Hvers vegna mætti fólk þann 6. janúar?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sæmdarkúgun hafði skelfilegar afleiðingar: Nígerískir bræður fengu þunga dóma í Bandaríkjunum

Sæmdarkúgun hafði skelfilegar afleiðingar: Nígerískir bræður fengu þunga dóma í Bandaríkjunum