Hundur einn í Tusla í Oklahoma í Bandaríkjunum olli töluverðu tjóni fyrir skemmstu þegar hann náði sér í ferðahleðslutæki og byrjaði að naga það.
Eftirlitsmyndavél náði atburðarásinni á myndband en á því má sjá hundinn sækja hleðslubankann og fara með hann á dýnu sem var á stofugólfinu. Eftir að hafa nagað hleðslubankann í stutta stund kom eldur upp og varð dýnan fljótt alelda.
Í frétt BBC kemur fram að slökkviliðið í Tulsa hafi birt myndbandið á samfélagsmiðlum um leið og það hvatti fólk til að huga að því hvar það geymir rafhlöðurnar.
Tveir hundar og einn köttur voru í húsinu þegar eldurinn kom upp og tókst þeim að forða sér út um hundalúgu á húsinu.
Slökkvilið kom fljótt á vettvang og tókst að ráða niðurlögum eldsins áður en húsið brann til kaldra kola.
A dog in Tulsa, Oklahoma, accidentally set a house on fire by chewing through a portable lithium-ion battery. The Tulsa Fire Department released this video of the incident to highlight the danger 🐕🐕🐈pic.twitter.com/TUJFwT6W6l
— Volcaholic 🌋 (@volcaholic1) August 6, 2024