Sky News skýrir frá þessu og segir að líkamsleifar hafi fundist í maga 5 metra langs krókódíls sem veiðieftirlitsmenn fundu í um 4 km fjarlægð frá slysstaðnum. Hann var aflífaður.
Maðurinn stóð á árbakkanum við veiðar þegar bakkinn gaf sig undan fótum hans og datt hann nokkra metra niður í ána en þar heldur fjöldi krókódíla til.
Talið er að krókódílar hafi banað þremur í Ástralíu það sem af er árs. 12 ára stúlka var drepinn í byrjun júlí þegar hún var að synda með fjölskyldu sinni. Líkamsleifar hennar fundust nokkrum dögum síðar og veiðieftirlitsmenn skutu krókódílinn sem banaði henni.
Um miðjan apríl drap krókódíll 16 ára pilt sem var að synda í Queensland.