fbpx
Laugardagur 14.september 2024
Pressan

Neyddust til að öryggislenda vegna ælandi farþega

Pressan
Þriðjudaginn 6. ágúst 2024 06:30

Vél frá United Airlines. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugvél frá bandaríska flugfélaginu United Airlines var öryggislent í Washington D.C. nýlega þegar hún var á leið frá Houston í Texas til Boston í Massachussetts. Ástæðan er að einn farþeginn byrjaði að æla.

The Guardian segir að 155 manns hafi verið um borð í vélinni. Fljótlega eftir að farþeginn byrjaði að æla, byrjuðu fleiri farþegar og áhafnarmeðlimir einnig að æla.

Margir farþegar báðu um grímur til að reyna að komast hjá því að smitast af þessari bráðsmitandi ælupest.

New York Post segir að á hljóðupptöku af samskiptum flugmanna við flugumferðarstjóra komi fram að um „lífrænan vanda“ sé að ræða í farþegarýminu og því þurfi að öryggislenda.

„Það hljómar eins og ástandið sé mjög slæmt þarna aftur í. Áhafnarmeðlimir æla og farþegarnir biðja um grímur,“ heyrist sagt á upptökunni.

Flugvélin var gerð hrein frá A til Ö eftir lendingu og farþegarnir voru aðstoðaðir við að komast áfram til Boston.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Biður Trump og Vance að hætta að nota harmleik í pólitískum tilgangi – „Ég vildi að sonur minn hefði verið drepinn af sextugum hvítum manni“

Biður Trump og Vance að hætta að nota harmleik í pólitískum tilgangi – „Ég vildi að sonur minn hefði verið drepinn af sextugum hvítum manni“
Pressan
Í gær

Taldi sig hafa unnið draumaferð til Ástralíu en ekki var allt sem sýndist

Taldi sig hafa unnið draumaferð til Ástralíu en ekki var allt sem sýndist
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna átt þú að setja ferðatöskuna þína í baðkar á hótelinu

Þess vegna átt þú að setja ferðatöskuna þína í baðkar á hótelinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Heppinn miðahafi vann yfir hundrað milljarða í lottóinu í gær

Heppinn miðahafi vann yfir hundrað milljarða í lottóinu í gær
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fast skotið í kappræðunum í nótt: „Þjóðarleiðtogar um allan heim hlæja að Donald Trump“

Fast skotið í kappræðunum í nótt: „Þjóðarleiðtogar um allan heim hlæja að Donald Trump“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrottalegt mál skekur þýskan bæ – Fjórir handteknir

Hrottalegt mál skekur þýskan bæ – Fjórir handteknir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Keyptu nýjan Iphone en urðu steinhissa þegar umbúðirnar voru opnaðar

Keyptu nýjan Iphone en urðu steinhissa þegar umbúðirnar voru opnaðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kóreumenn ætla að margfalda kjarnorkuvopnabúr sitt

Norður-Kóreumenn ætla að margfalda kjarnorkuvopnabúr sitt